28.4.2008 | 23:38
2/4
Þá eru 2 próf búin og 2 eftir. Hingað til hefur gengið vel en sennilega eru strembnustu prófin eftir. Annars var þessum helmingi próftarnarinnar lokið á mjög skemmtilegan hátt. Forseti Alþingis bauð upp á prívat - kynnisferð um Alþingishúsið og ræddi um bæði líðandi stund og liðna tíma. Gestrisnin og vingjarnlegheitin þar á bæ eru ekki skorin við nögl. Sturla er afskaplega viðkunnanlegur maður og höfðingi heim að sækja. Eins og ég hef áður lýst hér tel ég að ekki finnist heppilegri einstaklingur í þingheimi til að gegna starfi forseta Alþingis. Ég þakka kærlega fyrir.
Annars lítur ekki út fyrir að veðurguðirnir ætli að spila með mér. Ég hafði vonast eftir sjóveðri á morgun og kannski á miðvikudaginn því eftir það verð ég að loka mig af yfir bókunum aftur. Það lítur hins vegar út fyrir N - brælu næstu daga.
Einn háseti sem vann hjá mér fyrir nokkrum árum hafði aftur á móti heppilega afstöðu til lífsins (þegar svona stendur á): "Maður tekur bara því sem guð gefur manni".
Það er víst best.
Athugasemdir
Tek undir það að Alþingi er í góðum höndum hjá Sturlu, ég þakka líka fyrir mig.
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, 1.5.2008 kl. 12:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.