Reiðhjól

Ég hef stundum verið spurður spurningarinnar ,,ertu á móti Evrópusambandinu?" og svo hefur verið horft á mig rannsakandi augum til að pæla út viðbrögðin.

Ég er alls ekki á móti Evrópusambandinu - alls ekki. Það má alveg vera til og damla í sínu fari fyrir mér, gangi þeim allt í haginn. Ég er hins vegar andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu. Evrópusambandið hentar okkur ekki að mínu mati. En hver veit? Einhvern tíma getur verið að það verði öðruvísi en ég hef grun um að það verði seint.

Það er hins vegar Framsóknarmönnunum líkt að eltast við tískusveiflurnar - þeir læra seint, það hefur alltaf komið í bakið á þeim.

Einhvern vegin hef ég sömu skoðun á Evrópusambandinu og reiðhjólum - Þetta getur bæði átt tilverurétt og ég er alveg sáttur við ákvörðun þeirra sem hafa ákveðið að nota þetta. En hvorki hjólreiðar né Evrópusambandið er eitthvað sem heillar neitt sérstaklega.


mbl.is Þarf að breyta stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

ESB er slæmt þó margt sem það geri sé gott.  Hitler var góður við lítil börn en fór samt í stríð til að drepa þau og foreldrana.

Björn Heiðdal, 4.5.2008 kl. 05:27

2 Smámynd: Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir

Hvað er það aftur sem er slæmt við ESB?  Er þetta bara svona afþvíbara viðhorf eða hefurðu einhverja sérstaka ástæðu fyrir því að vera á móti ESB aðild Íslands?

Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, 4.5.2008 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband