Næsti forseti?

Mig grunar að John McCain verði næsti forseti Bandaríkjanna. Ekki það að ég telji Republikana eitthvað betri kost heldur en Demókrata, enda sýnast mér Republikanar óttalegir afturhaldssinnar í mörgum mjög mikilvægum málum. Báðir flokkar hafa sínar góðu hliðar.

Ég held hins vegar að Obama muni ekki hafa það af að klofa yfir ýmsa háa þröskulda í hugarfari Bandaríkjamanna. Ég held meira að segja að margir Demókratar muni annað hvort kjósa gegn honum eða sleppa því að kjósa (þeir sem styðja Clinton hvað harðast). Þeir munu frekar halla sér að McCain, sem hefur gefið ýmsum frjálslyndari gildum undir fótinn heldur en Bush gamli.

Clinton og Obama eru auk þess búin að eyða alveg brjálæðislegum kröftum í að berja á hvort öðru og ég efa að þau geti náð sér nægilega vel á strik á nægilega góðum tíma. Á meðan eflist McCain og skipuleggur sig og bardagann. Þau eru að eyða tímanum í að eyðileggja fyrir Demókrötum.

Þegar kemur svo að því að sá fræjum óttans, þá eru öryggismálin einfaldlega svo magnað innlegg í bardagann (huglægt) að þegar kjósendur koma að kjörkassanum munu þeir ekki þora að kjósa Obama. Það er kannski ósanngjarnt og fordómafullt af kjósendum, en ég er nú samt hræddur um að þannig sé þetta nú bara.

Ofsalegasta fjölmiðlafár seinni tíma (og það í ekkert smá langan tíma) hefur sennilega verið um frambjóðandann sem tapar!

Það er skrítið!


mbl.is “Obama er ábyrgðarlaus“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög athyglisverður sjónarhóll. Það er ekkert smáræði sem til þarf að halda út kosningabaráttu við óvininn eftir langvarandi bræðravíg. Svo mjög sem heimurinn þarf á örlítið minni hroka og örlítið meira umburðurlyndi að halda af hálfu Bandaríkjanna þá er vafasamt að Bandaríkjamenn upp til hópa komi auga á það. Möguleiki að verði það sem til þarf að fleyta McCain að landi.

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 04:16

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Athyglisverð nálgun. Góður bakgrunnur fyrir stjórnmálafræðing að hafa verið sjómaður. Mér líkar það.

Sigurður Þorsteinsson, 17.5.2008 kl. 06:06

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

McCain næsti forseti

Óðinn Þórisson, 17.5.2008 kl. 10:55

4 Smámynd: Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir

ég er sammála síðasta ræðumanni!!

Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, 20.5.2008 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband