25.5.2008 | 00:32
Á réttri leið, og þó..
Þetta er að hluta til rétt hugsun hjá Andrési. En rót vandans er önnur. Þegar ríkið á náttúruna verður hún sennilega alltaf vitlaust verðlögð. Þá spilar pólitíkin og hagsmunapotið ávallt inní. Réttara væri að skilgreina betur einkaeignarrétt landssvæða og þá verður náttúran smátt og smátt rétt verðlögð allt eftir verðmætamati hvers og eins eiganda.
Þá er ég ekki að meina sama sýstem eins og hér þar sem ríkið skilgreinir eignarréttinn sér í hag með málaferlum og leiðindum gagnvart bændum og öðrum eigendum hálendisins.
Auðvitað gæti þetta gert ríkisvaldinu erfitt fyrir með framkvæmdir en vilji menn setja náttúruna á hærri stall en hún hefur verið þá er þetta sennilega sú lausn sem kemur náttúrunni best og kallar ekki á útþenslu ríkisvaldsins eins og sérstakt Verðlagningarráð Náttúrunnar myndi gera.
En það er sennilega nokkuð langt í að svona nokkuð verði að raunveruleika.
Vill verðleggja náttúruna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.