16.9.2008 | 18:19
Þýðing
,,Okkur þótti rétt, í tilefni af þessari sýningu, að tilkynna það að ferðaþjónustan og ríkisstjórnin hafa tekið höndum saman um að verja sameiginlega að minnsta kosti 100 milljónum króna í sameiginlegt átak til þess að reyna að fá fleiri útlendinga til að velja Ísland sem áfangastað núna í vetur,
=
Mér þótti rétt, í tilefni af þessari sýningu, að tilkynna það að ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita ferðaþjónustunni að minnsta kosti 50 milljóna króna ríkisstyrk, í sameiginlegt átak til þess að reyna að fá fleiri útlendinga til að velja Ísland sem áfangastað nú í vetur.
Þessi styrkur er meðal annars fjármagnaður með 10% skatti á vaxtatekjur og verðbætur ellilífeyrisþega og forsjálla Íslendinga af sparnaði þeirra á almennum bankabókum. Fólk er hér með hvatt til að leggja fyrir til þess að hægt sé að fjármagna frekari ríkisstyrki.
Ferðaþjónusta Ríkisins
Ríki og ferðaþjónusta taka höndum saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.