Gekk vel í Ólafsvík

Mér fannst í raun ganga ótrúlega vel hjá okkur. Það hefðu sjálfsagt fleiri mátt ganga, en þá tóku þátttakendur bara á sig tvö hverfi í staðinn. Það voru að vísu margir í burtu, eins og búast má við í sjávarþorpi, þegar sjávarútvegssýningin stendur sem hæst. En fólk var virkilega reiðubúið að gefa af sér og það var mjög ánægjulegt.

Það er mun ánægjulegra að vita af svona hjálparstarfsemi heldur en þvingaðri þátttöku í gegnum skattfé. Ég hef líka meiri trú á því að þessi aðstoð komist til skila heldur en pólitíska aðstoðin sem mér finnst oft að stjórnmálamennirnir noti til að koma mynd af sjálfum sér í fjölmiðla.

En gærdagurinn var ekki svo slæmur.


mbl.is Dræm uppskera af Göngu til góðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaf ekki krónu og hefði ekki gefið hana tótt ég ætti milljarð! Enn ég væri til í að gefa til mæðrastyrksnefndar og annara sem turfa hjálp í TESSU LANDI!!

ómar (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband