6.10.2008 | 18:11
Við stöndum upp aftur
Það er ótrúlegt hvernig hlutirnir endurtaka sig. Sagt er að ekkert sé nýtt undir sólinni og það er svo sannarlega að sannast á þessum dögum. Yfirverð hlutabréfa og offjárfestingar sem gengu eingöngu fyrir því að menn töldu yfirverðið hækka enn meira er eitthvað sem maður las um í framhaldsskóla um kreppuna miklu á fyrri hluta seinustu aldar.
Vísitölur hafa hrunið í dag um allan heim - meir en nokkurn tíma í 20 ár.
Ríkisstjórnin er sennilega að gera rétta hluti núna enda þótt manni ói við slíkum raunveruleika - en hún verður að verja okkur almenna borgara eins og hægt er. En það eru ekkert lítil völd sem þarna safnast á hendur ríkisins.
En ríkisstjórnir gerðu mörg mistökin í kreppunni miklu sem gerðu hana dýpri. Nú mega menn ekki gera sömu mistökin.
Ég hefði bara ekki trúað því að sjá slíka tíma.
En rétt eins og kreppan mikla virðist vera afturgengin munum við einnig sjá góða tíma á ný - og örugglega fyrr heldur en maður heldur í dag.
Þegar maður hleypur er mikil hætta á því að maður hrasi. Stundum meiðir maður sig. En maður hættir ekki að hlaupa heldur stendur upp - hristir sig og hleypur af stað á ný. Fer bara aðeins varlegar.
Það gerum við líka
Víðtækar heimildir til inngripa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.