25.11.2008 | 17:08
Akkúrat
Nú ætla ég ekki að missa mig í árásum á Jón Ásgeir þó svo að það sé freistandi. Það eru nógu margir sem sjá um það og ég reyni hvað ég get að taka ekki þátt í einhverjum múgæsingi. Ef maður dregur aðeins andann og telur upp á tíu, þá sér maður hvað æsingurinn og hitinn eykur bara hættuna á því að mikilvægir þættir málsins alls fari forgörðum og týnist í æsingnum. Þá erum við bara búin að skemma og eyðileggja og höfum lítið í höndunum til mögulegrar rannsóknar og jafnvel saksóknar. Að einangra kraftana við einn mann - hvort sem hann heitir Jón eða Davíð - getur orðið til þess að allir hinir komist undan. Vandamálið er það stórt að það verður engum einum kennt um.
Ég hvet fjölmiðla hins vegar til að halda áfram sínum rannsóknum - það veitir opinberu rannsókninni mjög svo nauðsynlegt aðhald.
Það er hins vegar eitt við þessa frétt sem mér þykir skrítið:
,,Samkvæmt endurskoðun um mitt þetta ár voru hlutabréfin í þremur stærstu fyrirtækjunum metin á 1.200 milljarða íslenskra króna og eigið fé hluthafanna 300 milljarðar króna. Þetta hlutafé getur átt verulegan þátt í því að treysta fjárhagslegan grundvöll íslensku bankanna og þar með íslensks efnahagslífs í náinni framtíð."
Jón talar hér um hlutafé sem er metið um mitt þetta ár. Hvaða fyrirtæki hafa náð að halda sínu verðmæti frá þeim tíma? Þetta hljóta að vera úreltar tölur. Átti hann í Eimskip? Eða Bakkavör?
Hvaða fyrirtæki eru enn jafn sterk og þau voru þá?
Efast um að Davíð eigi við sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.