25.11.2008 | 19:30
Að temja?
Hér er skemmtilega að orði komist. Mun Obama ná að temja Clinton? Til að gæta siðgæðis og velsæmis verður hér ekki farið út í útúrsnúninga af neinu tagi.
Þetta er áhugavert og gæti verið sniðugt trix hjá Obama til að hafa hemil á Clinton í þinginu. Hins vegar gæti þetta líka verið hættulegt. Sé Clinton á einhvern hátt óvinveitt Obama gæti hún gert einhvern óskunda sem myndi trufla starfsferil Obama.
Það er hins vegar gömul og ný speki að maður á að hafa vini sína hjá sér en óvinina ennþá nær.
Ég velti bara fyrir mér hvort einhverjum muni detta í hug að skrifa bók um þennan feril í lífi Clintons eða Obama. Bækur um þau eru orðnar nokkrar.
Þessi gæti heitið ,,Taming of the Shrew" þ.e. ,,Skassið tamið"
Obama að temja Clinton? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.