10.5.2009 | 17:38
Ég vissi þetta!
Mig tekur það auðvitað sárt en ég verð að segja ,,I TOLD U SO!!!"
Í þessari færslu hérna ,,VG mun lúffa" fór ég yfir niðurstöðuna í þessu máli. Ég vissi að Vinstri Grænir myndu lúffa og ég vissi að völdin væru þeim mikilvægari en prinsippin.
Það er þvílíkur endemis tvískinnungur og kjaftæði að segja: ,,Vindstri Grænir eru hlynntir því að Samfylkingin leiði okkur í aðildarviðræður,,,,en Vindstri Grænir eru samt voðalega mikið á móti því og halda því áfram"!
Það verður áhugavert að fylgjast með því hvernig þessi svik við kjósendur Vindstri Grænna verða fóðruð.
Ákvörðun um ESB í höndum þjóðarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já þessi beinu svik VG í ESB málinu munu reynast þeim dýrkeypt, þegar upp verður staðið !
En við andstæðingar ESB aðildar þurfum nú á öllum vopnum okkar að halda við að verja þá aðför sem nú er hafinn að landinu og þjóðinni sem frjálsri og fullvalda þjóð !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 17:55
Sæll Örvar
Ég get svo sem vel skilið af hverju ESB andstæðingar verða svolítið taugaóstyrkir yfir þessum fregnum. En hins vegar skil ég ekki hvað er svo vitlaust við það að ESB aðild sé sett til þjóðaratkvæðisgreiðslu.
Ef Vinstri Grænir hefðu komið í veg fyrir ESB aðildarviðræður, hefðu samfylkingarfólk kvartað yfir því að Samfylkingin væri að "lúffa" fyrir Vinstri Grænum.
Þó ég verði seint talinn vera einhver harður stuðningsmaður ESB, sé ég ekki hvað er að því að láta sjálfa Íslendinga taka ákvörðun um þetta málefni. Þar sem stuðningur Íslendinga dreifðist nokkuð jafnt yfir fjórflokkanna, myndi ég telja rangt að láta 25-30% af þjóðinni hafa loka orðið um ESB aðild.
Ef þú og þínir eru áhyggjufullir um að Íslendingar kjósi með ESB inngöngu í þjóðaratkvæðisgreiðslu, þá yrði það í raun ykkar "failure" að hafa sett fram sannfærandi og málefnaleg rök fyrir því af hverju Íslendingar ættu ekki að ganga í ESB.
Kveðja
Sveinn Guðbjörgsson (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 18:35
Afsakið, þetta átti að vera "ykkar failure að hafa ekki sett fram sannfærandi og málefnaleg rök".
Biðst vervirðingar
Sveinn Guðbjörgsson (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 18:38
Já, við sjálfstæðismenn sögðum þetta fyrir kosningar eins og ég rifjaði upp áðan á blogginu mínu. ESB málið verður hins vegar hættulegt jarðsprengjusvæði í þessu ríkisstjórnarsamstarfi.. Ráðherrar verða að kunna að fóta sig á svæðinu ef ekki á illa að fara fyrir þeim eða samstarfinu.
Jón Baldur Lorange, 10.5.2009 kl. 21:08
Ef VG hefði ekki samþykkt þetta þá hefði samfó bara farið í fílu og endað í stjórnarsamstarfi með framsókn og Borgurunum sem vilja bæði fara í ESB. Með sæti í ríkisstjórn eru VG þó betur settir til að berjast á móti þessu heldur en þeir hefðu annars verið. Þannig er það vel skiljanlegt að samþykki þetta í stjórnarsáttmálanum en eru samt enn á móti þessu og munu greiða atvæði eftir því.
Davíð Arnar (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 05:26
,,Með sæti í ríkisstjórn eru VG þó betur settir til að berjast á móti þessu heldur en þeir hefðu annars verið"
Þeir samþykkja þetta þá til þess að geta barist á móti því. Bullið bara eykst og eykst.
Sjálfstæðismenn hafa sett fram mjög sannfærandi og málefnaleg rök fyrir því af hverju við eigum ekki að ganga þarna inn. Rökin fyrir því hvað batnar hér á landi - án þess að skaða grunn atvinnuvegina - hvernig innganga á að bjarga okkar skuldastöðu - hvernig innganga á að bæta úr atvinnuleysinu..... Hvar eru þau?
Ef einhver getur svarað þessari spurningu bið ég hann/hana um að gera það á málefnalegan hátt og með rökstuðningi.
Örvar Már Marteinsson, 11.5.2009 kl. 11:15
Heldurðu nú ekki að þú og þjóðin væri betur stödd ef við sjálfstæðismenn hefðum borið gæfu til að afgreiða evrópumálið með vitrænum hætti út af landsfundi? Nú erum við búin að fá vinstri stjórn sem ætlar að fyrna kvótan og skilyrðislaust beint í ESB....
Mér þykir leiðinlegt að segja það en.... ykkur var nær!!!
Ég ætla að vísu ekki að halda því fram að evrópuafgreiðslan á landsfundi ein og sér eigi alla skýringuna á fylgishruninu. Ástæðurnar eru margar en það var bara ekki nógu stór hópur nógu framarlega í flokknum tilbúinn til að sjá strax og bregðast við.
Vinstri stjórnin mun eiga í bullandi vandræðum með þau verkefni sem blasa við en á meðan Sjálfstæðisflokkurinn er ekki tilbúinn til að endurskoða afstöðu sína í ýmsum málum og taka til í sínum ranni verður hann í stjórnarandstöðu í MÖRG ár!
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, 11.5.2009 kl. 19:47
Hvaða svartsýni er þetta Sigurlaug :-) Öll él styttir upp um síðir.
Ef sjálfstæðismenn hafa trú á eigin stefnu í ESB sem mótuð var á síðasta landsfundi þá er ekkert að óttast. Ef hins vegar einhverjir bakþankar þvælast fyrir mönnum þá villir það mönnum sýn á markmiðin. Þannig væru mjög slæmt ef þingmenn flokksins komu nú fram eftir kosningar og héldu því fram að stefnan sem var mótuð á landsfundinum hefði verið vitlaus! Fundurinn er æðsta vald flokksins þar sem komið var að lýðræðislegri niðurstöðu um ESB mál. Það kann að vera að sumir frambjóðendur flokksins sem nú eru þingmenn hafi ekki verið sáttir við þessa stefnu en þeir hljóta að verða fylgja henni á þingi. Ég saknaði þess reyndar að þeir hafi talað fyrir henni fyrir kosningar og þess vegna komst ekki nægilega til skila rökin fyrir tvöfaldri atkvæðagreiðslu.
Sjálfstæðismenn eru upp til hópa ekki á móti Evrópusambandinu. Þeir eru ekki á móti samstarfi við aðrar Evrópuþjóðir. Þeir eru ekki í heilagri herför gegn vinum okkar í Evrópu. Þeir töldi hins vegar og telja enn að það þjóni hagsmunum Íslands betur að standa utan ESB en innan. Um það snérist þetta kalda hagsmunamat. Þeir vilja horfa til allra átta en vilja ekki láta loka Ísland inn í Evrópusamruna 27 annarra þjóða sem hafa ákveðið að búa til ,,ever closer union". Það eru reistir tollamúrar utan um Evrópusambandið og sambandið á að sjá um alla viðskiptasamninga fyrir hönd allra ríkja innan þess. Þannig mun ESB sjá um viðskiptasamninga við NAFTA og Kína þegar við erum orðnir meðlimir í Evrópuklúbbnum o.s.frv. Við missum forræðið í þeim málum. Þannig missum við líka forræðið í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. Það kemur að því að varnarmál og jafnvel skattamál fari sömu leið. Er það í anda sjálfstæðisstefnunnar að takmarka sjálfstæði landsins með þessum hætti? Að afsala okkur forræðinu til að skipa okkar eigin málum til 27 annarra ríkja?
Tímabundnir efnahagslegir erfiðleikar eiga ekki að verða til þess að hlaupum með allt niðrum okkur til ESB og afhendum þeim lyklavöldin. Við hljótum að vera menn/konur til að leysa úr okkar málum sjálf á eigin forsendum og hyggjuviti. Það er alla vega mín skoðun.
Jón Baldur Lorange, 11.5.2009 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.