Vinnubrögð

Þegar eitthvað er vel gert ber að hrósa því, og hrósið í dag fær kennari við Háskóla Íslands, Alyson Bailes, sem kennir stjórnmálfræðinemum um öryggismál í hnattvæddum heimi (til dæmis um ógn af hryðjuverkum).

Ég var í lokaprófi hjá henni til hádegis í gær og einkunnirnar voru komnar núna um kvöldmat! Þetta sýnir svo ekki verður um villst að það er bara spurning um vinnubrögð og nennu hvort það taki fleiri fleiri vikur að skila af sér einkunnum. Taki þeir það til sín sem eiga það.

Nú er bara vonandi að einkunnir fari að berast úr hinu prófinu... sem ég tók 27 apríl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband