Sjómannadagshelgi í Ólafsvík

Sjómannadagshelgin í Ólafsvík fór mjög vel fram. Við áhafnirnar á Sverri, Glað, og Gunnari Bjarnasyni sáum um framkvæmd hátíðarinnar og ég held að það hafi gengið mjög vel. Veðrið átti auðvitað stóran þátt í góðri stemmingu og keppnisgreinarnar voru skemmtilegar og óhappalausar.

Það var ánægjuleg stund þegar nýju kappróðrabátunum var róið í fyrsta sinn. Því miður virðist sú keppnisgrein á undanhaldi víða og það var mér metnaðarmál að Ólafsvíkingar gætu keppt á nýju bátunum í ár. Það hefði verið leitt ef það hefði ekki tekist.

Sjómannadagshófið gekk einnig mjög vel. Maturinn var góður og fólk skemmti sér vel yfir bæði söngatriðum og dansatriðum.

Runni vinur minn hélt öfluga ræðu í Sjómannagarðinum og talaði hreina íslensku, eins og hans er von og vísa. Hann er einn af þessum stórlöxum sem eru alvöru stórlaxar, bæði í huga og hjarta. Ég þakka honum fyrir framlag hans til dagsins.

Við á Snæfellsnesinu erum heppin hvað við eigum öflugt fólk. Við megum sannarlega vera stolt og bera höfuðið hátt. Sjómannadagurinn er mikilvægur áminningardagur um það hverjir Íslendingar eru og tengslin við uppruna okkar mega ekki slitna.

Ég þakka öllum sem tóku þátt í hátíðarhöldunum. Þetta var góð helgi og það er gott að búa í Snæfellsbæ.


mbl.is Sólbjartur heiðraður í Ólafsvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband