Ufsinn er seyðaryksuga

Það er algjörlega út úr kortinu að leggja til minni ufsaveiði. Ég þarf svosem ekki á miklum ufsakvóta að halda en málið er að ufsinn étur ekki bara fæðuna frá þorskinum heldur er hann sannkölluð seiðaryksuga. Þegar kemur fram í seinnipart júlí fer maður að fá ufsa sem er svo yfirfullur af steinbíts og þorskseiðum að þau hellast úr kjaftinum á honum þegar maður kippir honum inn fyrir borðstokkinn.

Það er eins og Hafró hugsi hlutina aldrei í samhengi.

Mín stöðumynd af ástandinu í hafinu er svipuð því sem LS er að senda frá sér. Ég færi amk í 180 þús tonn af þorski. Hann er út um allt. Það er heldur meira en venjulega af löngu á línuna og steinbíturinn er að veiðast í óvenju miklum mæli hér við Snæfellsnesið. Ástandið í sjónum virðist vera nokkuð gott og sandsílið hefur náð sér á strik í sumar hér í Breiðafirðinum.

Sjáiði bara: Það eru líka til góðar fréttirSmile


mbl.is Þorskaflinn verði 200 þúsund tonn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband