7.7.2009 | 13:13
Minnisvarði á Austurvelli
Þeir þingmenn sem beygja sig fyrir kröfu Steingríms og Jóhönnu munu gera grafalvarlegan hlut.
Samningur þessi er ekki í neinu samræmi við forsendur þær sem lagt var af stað með í upphafi þegar samþykkt var að fara samningaleiðina. Þetta er varla neinn samningur, heldur bara samþykkt á kröfum hinna aðilanna.
Það má spyrja sig hvort Jóhanna vilji samþykkja allt möglunarlaust bara til að stuða ekki vini sína í Evrópusambandsklúbbnum en hitt er aftur á móti engin spurning að það er engin tilviljun að Íslendingar fá náðarhöggið eftir 7 ár en ekki strax:
Steingrímur og Jóhanna láta það öðrum pólitíkusum eftir að bregðast við þeim vanda - Þau verða ekki lengur á þingi þá. Skammist ykkar!
Ég legg til að nöfn þeirra sem samþykkja Ice - save samninginn verði grafin í skjöld og sett á minnisvarða á Austurvelli - hann gæti til dæmis litið út eins og gapastokkur!
Lögfræðiálitið breytir engu" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.