16.7.2009 | 13:31
Lýðræðisumbætur
Það er með ólíkindum að einhverjum detti í hug að kalla það lýðræðisumbætur að ganga í Evrópusambandið - það er veruleikafirring á hæðsta plani.
Auðvitað eru þetta bara aðildarviðræður og því fullsnemmt að tala um föðurlandssvik en þetta er fyrsta skrefið í þeirri uppgjöf.
HVERJUM DETTUR Í HUG AÐ TALA UM ATVINNUUPPBYGGINGU OG EVRÓPUSAMBANDIÐ Á SAMA TÍMA eins og Sigmundur Ernir gerði????? Það er búið að vera um 7% atvinnuleysi í Evrópusambandinu - upp í 10% í Þýskalandi í - í fleiri fleiri ár..... Í GÓÐÆRINU!!!!!!
Það versta er að með því að sækja um förum við að eyða tíma í eitthvað sem skilar okkur engu - og í besta falli jafnvel samningi sem ég er fullviss að þjóðin hafnar... Það er tími sem stjórnvöld munu hafa mótorinn í hlutlausu í stað þess að vinna okkur út úr ástandinu.
Skammist ykkar fyrir að eyða tímanum í vitleysu!
Atkvæðagreiðslan í beinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.