Það sem koma skal!

Morgunblaðið getur geymt sér þessa fyrirsögn, því hana verður hægt að nota aftur og aftur og aftur....... svo lengi sem menn telja sig geta það sem engin önnur stjórnvöld hafa getað og aðrar Evrópuþjóðir gáfu upp á bátinn á sínum tíma löngu á undan Íslendingum - það er að segja að stjórna með gjaldeyrishöftum.

Gjaldeyrishöftin höfðu vissar skýringar síðastliðið haust þegar þau voru sett á  - en þau voru samt sem áður sett á í óðagoti og ég held að þau hafi verið mistök frá upphafi. Það hefði verið betra að láta gengið taka strax djúpa dýfu því þegar botninum hefði verið náð þá hefði krónan verið góð fjárfesting og strax tekið að styrkjast. Nú geta fjárfestar aldrei verið vissir um að hún fari ekki lengra niður, eða taki dýfu ef breytingar verða gerðar á haftastefnunni - og slíkar áhættufjárfestingar eru dottnar úr tísku út um allan heim.

Slík gjaldeyrishöft hafa aldrei virkað og eru jarðvegur spillingar og misnotkunar. Stjórnvöld munu þurfa að eyða mjög mikilli orku í að herða þau og bæta í göt, sem hver sem vill mun alltaf verða á undan að finna og nýta sér.

Núverandi ríkisstjórn sem er tengd alræðisstjórnum austantjaldslandanna beinum blóðböndum mun hins vegar halda í höftin eins og hundur hangir á roði - því að stjórna því sem  ekki stjórnað verður er slíkra ær og kýr.

Jón Daníelsson orðaði þetta nokkurn vegin svona á Bylgjunni um helgina: ,,Að vera með þessi gjaldeyrishöft er eins og ef ráðamenn væru með spjald á bringunni sem á stæði: ,,Við erum hálfvitar og höfum hvorki vit né stjórn á efnahagslífinu". Hvaða fjárfesti dettur í hug að koma með erlent fjármagn inn í landið þegar hann fær slík skilaboð".


mbl.is Eftirlit með gjaldeyri hert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband