Í súpunni

Taleb sagði að þjóðin verði að draga úr skuldsetningu og forðast þá siðferðislegu synd að færa skuldir einkafyrirtækja yfir á almenning.

„Þetta er það sem ég hef áhyggjur af,“ sagði Taleb. Enginn hafi hins vegar haft kjark til að segja að fólk verði horfast í augu við veruleikann

 

Þetta er nokkuð vel orðað hjá honum. Þegar Alþingi samþykkti Icesave voru skuldir einkafyrirtækja færðar yfir á almenning - og sennilega að óþörfu. Það stafaði af leti stjórnvalda sem ekki töldu það þess virði að berjast gegn kúgun Evrópusambandsríkjanna. Auðvitað spilaði einnig stórt hlutverk undirlægjuháttur þeirra og ótti við það að inngöngubeiðni okkar og afsali hluta fullveldis Íslendinga til kúgaranna yrði verr tekið. Ég verð að viðurkenna að ég kalla þetta aumingjaskap og ekkert annað!

Aðalatriðið er hins vegar það að í raun er búið að búa til fordæmi fyrir því að ríkissjóður ábyrgist skuldir einkafyrirtækja og velti þeim yfir á skattborgarana. - Sem sagt ætti ég að geta stofnað fyrirtæki, slegið lán hjá einhverjum ,,tjalla", látið mig svo gossa lóbeint á hausinn og þið hin sjáið svo um að hreinsa upp eftir mig skítinn. SAMÞYKKT????

Menn ættu að skammast sín - og líka fyrir að sitja hjá!


mbl.is „Þið settuð Ísland á hausinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einhver mestu skítverk sem ríkisstjórnir gera er að láta ríkið hlaupast í ábyrgð fyrir hluti sem tilheyra ekki ríkinu. Menn sem eru búnir að sitja inn á þingi og þræta í 30 ár eru ekki tengdir raunveruleikanum lengur. Þeir sem hafa þráð völd í fjölda ára gera hvað sem er til að missa þau ekki þegar þau nást. Þeir sem haldið hafa völdum í fjölda ára spillast. Það er verðugt verkefni að stokka upp þetta lýðræðiskerfi sem við búum við því það er ekki að endurspegla þarfir og vilja þjóðarinnar.

Jóhann Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband