Búinn

Ég er búinn að skila af mér uppgjöri vegna prófkjörsins. Tók saman kostnað og ,,tekjur" og sendi með bankayfirliti og ljósriti af öllum nótum.

Þetta var svosem ekkert flókið - útgjöld voru töluvert hærri en styrkir (sem komu aðallega frá foreldrum mínum) og mismunurinn kom auðvitað úr eigin vasa og ég hafði ekkert fólk í vinnu þannig að ekki þurfti að gera grein fyrir launakostnaði.

En sennilega eru hlutirnir mun flóknari hjá mörgum öðrum og þá ekki síst á höfuðborgarsvæðinu.

En þetta er ágætis regla.


mbl.is 75 frambjóðendur ekki skilað upplýsingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband