Hissa

Nú er ég svo aldeilis hissa!

Svona álíka hissa eins og þegar félag fasteignasala lýsti yfir vonbrigðum sínum með ummæli forsætisráðherra um að fólk ætti að fara varlega í húsnæðiskaupum.

Ég held að staðreyndin sé einfaldlega sú að núverandi umhverfisráðherra er einfaldlega á móti verkefninu. Það er alveg sama hvaða forsendur hefðu verið uppi, hún hefði leitað leiða til að stöðva verkefnið. Það er auðvitað skoðun sem henni er velkomið að hafa. Hún ætti bara að hafa manndóm í sér til að koma hreint fram með það í stað þess að efast um þetta og hitt. Ærlegir og hreinskilnir pólitíkusar hugnast mér betur en þeir sem fara í kring um hlutina með japli og jamli.

Persónulega er ég fremur hlynntur stóriðju, þótt vissulega hafi ég efasemdir um að aukinn vöxtur og þensla á SV- horninu sé af hinu góða. Ég hefði fremur viljað sjá Húsavík koma á undan, eða stóriðju á Vestfjörðum, sérstaklega ef þetta er orðið einhver spurning um ,,deadline" gagnvart heimildum.

En þetta á áreiðanlega eftir að koma Reyknesingum vel.


mbl.is Fagna gagnrýni umhverfisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég gæti ekki verið meira sammála.  Gaman að rekast loksins á einn bloggara sem er hlintur stóryðju :-)

Bjarki Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 10:46

2 Smámynd: Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir

En gaman að þú fannst skoðanabróðir, þið eruð víst ekki svo mörg eftir í þessari veröld, njótið vel

Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, 13.3.2008 kl. 16:45

3 Smámynd: Halldór Þórðarson/dóritaxi

Verð að komentera hjá frænda mínum og láta álit mitt í ljós, ég er algjörlega sammála honum og einnig Bjarna G. um stóriðju og þá um leið framfarir og framþróun í þessu landi, staðarval og framkvæmda röð verður alltaf deilumál sem við verðum að treysta ráðamönnum til að leysa

Halldór Þórðarson/dóritaxi, 13.3.2008 kl. 17:28

4 Smámynd: Halldór Þórðarson/dóritaxi

átti að sjálfsögðu við Bjarka Gunnarsson

Halldór Þórðarson/dóritaxi, 13.3.2008 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband