31.10.2011 | 00:20
Rödd skynseminnar
Ég er ánægður með Einar K. Guðfinnson. Hann hefur staðið sig vel upp á síðkastið. Hann á hrós skilið fyrir að þora að ganga gegn óskynsamlegum órum um þjóðnýtingu auðlinda, þrátt fyrir að vinstri blokkin öskri þar á blóð og úthrópi þá sem starfa við sjávarútveg sem glæpamenn. Það er ánægjulegt að einhver hafi nennu í sér til að verja sveitarfélögin úti á landi.
Það er reyndar hrollvekjandi að það var sömu áróðursaðferðum beitt í Sovétríkjum Stalíns þegar var verið að réttlæta blóðuga eignaupptöku hjá bændum. Borgarbúum í Moskvu var talin trú um að bændurnir og landeigendurnir stæðu gegn uppgangi Sovétríkjanna, bústofn þeirra væri sameign þjóðarinnar og því væri réttlætanlegt að hirða af þeim allt - bústofninn líka - til að sjá Moskvubúum fyrir fæðu.
Þar til ekkert var eftir - fyrir neinn!
Gjaldtaka dregur úr arðbærni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.10.2011 | 21:17
Atvinnusköpun við seðlaprentun?
Maður veltir því óneitanlega fyrir sér hvernig eigi að töfra fram alla þessa peninga. Manni skilst að skuldastaða flestra þessarra ríkja sé nú þegar mjög slæm. Hver, hvenær og hvernig á að borga - ef við gefum okkur að Kína og önnur utanaðkomandi ríki láni?
Ofan í kaupið stefna Þjóðverjar að því að hætta orkuframleiðslu með kjarnorku, sem hefur í för með sér að þeir verða að kaupa orkuna á annan hátt -Hafa þeir efni á því, auk þess að hlaupa undir bagga með öðrum evru - þjóðum?
Líklegra þykir mér að þetta verði að stærstum hluta fjármagnað með seðlaprentun. Sem getur aðeins þýtt verðbólgu.
Mig grunar að framundan sé meiri verðbólga en mín kynslóð hefur séð á sinni æfi.
Björgunarsjóður yfir billjón | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.4.2011 | 22:29
Seðlabanki? Töfrabrögð?
Hafa ekki allir tekið eftir því hvernig gengi krónunnar hefur smátt og smátt verið að láta undan? Er nú 162 á móti evru.
Af því ég hef nú gaman af samsæriskenningum ætla ég að varpa einni fram hér:
Seðlabankinn, með Má Guðmundsson (já sinna í IceSave) í broddi fylkingar, er viljandi að láta gengið síga niður til þess að hægt verði að sýna fram á jákvæð áhrif á gengið ef Icesave frumvarpið verður samþykkt. Rökstuðningur: Seðlabankinn er að handstýra genginu - það er staðreynd.
Trikkið: það sama og stundum notað er í verslunum fyrir útsölur, verðinu ýtt aðeins upp til að gera tilboðin svo girnilegri í prósentum talið.
Ég er viss um að ef Icesave verður samþykkt á gengið eftir að styrkjast lítillega, upp að því marki sem það var fyrir þrem vikum síðan - eftir það stendur það í stað, eins og Seðlabankinn á að reyna að láta það gera.
Abrakadabra og simsalabimm!
Segjum NEI við Icesave!
Ísland stefnir í greiðsluþrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.4.2011 | 12:59
Endurvinnslan
Segið svo að þau séu ekki umhverfisvæn í Samfó.
Nú hefur Jóhanna sleppt því að eyða bleki og blaði fyrir ræðuna og notar bara gamla frá því í fyrra.
Maður bíður bara eftir því að Gylfi stígi fram og segi að Ísland verði Kúba norðursins.
Nú hefur komið í ljós að samningurinn er ekki einu sinni frágenginn eða fullkomlega undirritaður. Það eitt og sér á að vera nóg til að segja NEI.
Vísum þessu út í hafsauga.
NEI við ICESAVE!
Menn verða að hafa kjark | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.11.2010 | 15:19
Samstöðuleysi
Jóhanna Sigurðardóttir kvartar yfir samstöðuleysi.
Hún kallar það samstöðuleysi þegar stjórnarandstaðan vill ekki standa saman með stjórninni um handónýta stefnu, skemmdarverk á skattkerfinu og svik við fullveldi Íslands.
Jóhanna Sigurðardóttir kennir samstöðuleysi stjórnar og stjórnarandstöðu um það að ekkert gangi við að koma stefnumálum ríkisstjórnarinnar áfram -
Þetta er nú meiri gráturinn - Almennileg ríkisstjórn á ekki að þurfa samstöðu við stjórnarandstöðu. Almennileg ríkisstjórn, með stuðning meirihluta þingmanna á að geta komið sínum málum áfram óháð stjórnarandstöðunni.
Þetta er ónýt ríkisstjórn!
Samstöðuleysi tefur endurreisn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.10.2010 | 01:26
Nýtt líf?
Það er greinilega brjálað að gera hjá ráðamönnum þjóðarinnar. Á tímum sem þessum er nauðsynlegt að beita öllum mögulegum aðferðum til að rífa upp efnahag þjóðarbúsins og blása landsmönnum von og kraft í brjóst.
Það er viðurkennd aðferð til farsældar að láta sig dreyma fyrir góðum aflabrögðum og betri tíð. Þeir félagar Össur og Ögmundur hljóta að hafa leitað í smiðju þeirra Þórs og Daníels í Nýju lífi.
Í myndinni var allt gert til að framkalla góða drauma.
Leikstjóri myndarinnar er nú genginn í VG.
Ójá!
ZZZZZZZZZ!
Dottaði á borgarafundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.9.2010 | 14:34
Kommúnistastjórn Íslands
Það þarf svo sem ekki að koma á óvart að starfshópur á vegum Steingríms J. Sigfússonar leggi til aukna skatta. Kannski er enn blóð í beljunni - það er ónýttur tekjustofn. Svona eru kommúnistastjórnir.
Þegar Stalín sá að hinar óraunhæfu fimm ára áætlanir hans um margfalda matvælaframleiðslu, sem átti að standa undir matvælaþörf almennings, m.a. fyrir öreiga Moskvuborgar, voru að fara út um þúfur og bændur náðu ekki að framleiða upp í það sem skatturinn heimtaði af þeim, þá fyrirskipaði hann skattayfirvöldum eignaupptöku, þ.e. að þá voru kýrnar beinlínis teknar af bóndanum - honum og öðrum til viðvörunar. En viti menn! Kýrnar fundu enga aukna þörf fyrir að mjólka meira og bóndinn hljóp ekki til og vann 28 tíma á sólarhring til að eiga í sjálfan sig og á, þrátt fyrir að ríkið væri að krefja hann um ígildi 25 vinnustunda í skatt.
Smátt og smátt gerði Stalín sér grein fyrir því að þetta gekk ekki upp. Hvað var nú hægt að gera? Jú, honum datt þá snilldarráð í hug. Réttarhöld!!!! Bændum, ekki síst þeim sem þrjóskast höfðu við því að gefa bústofn sinn í samyrkjubúin, var birt ákæra, dómur og útlegð eða aftaka, (stundum í öfugri röð til hagræðingar og tímasparnaðar fyrir ríkisstarfsmenn) fyrir að vinna gegn sósíalískri hugsjón! Einnig var tilvalið að ákæra, dæma og skjóta, mögulega pólitíska keppinauta fyrir skemmdarverk gegn ríkinu - áætlanirnar voru jú að klikka og einhverjum hlaut að vera um að kenna.
Þannig var Stalín áfram hetja - þrátt fyrir að áætlanir hans og starfshópa hans hafi ekki skilað ríkinu þeim tekjum sem til stóð.
Áfram Steingrímur! Uppskriftin er til - haltu bara áfram að baka þínar fimm ára áætlanir. Það er alltaf hægt að kenna öðrum um þegar þær klikka!
Hitt er svo annað mál að starfshópur kommúnistaflokksins fer með lygar þegar því er haldið fram að samanlagður fjármagnstekjuskattur og tekjuskattur á fyrirtæki sé lægri en tekjuskattur einstaklinga. Tekjuskattur einstaklings með 500 þúsund á mánuði er 500 - 123 þús(skattleysismörk)= 377 Þá er reiknaður 40,2% skattur á 377þús sem er 151 þúsund. 151 þús af 500 þús eru 30,2% tekjuskattur. Það er minna en 36% samanlagður skattur á fyrirtæki.
Sá sannleikur hentar hins vegar ekki Steingrími og kommúnistastjórninni hans. Þá er bara að búa til annan sannleika.
Tillögur um hærri skatta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.8.2010 | 22:26
Á topp Ortler 3905m
Loks leit út fyrir gott veður og þá var gerð önnur tilraun til að komast á topp hæsta fjalls Suður Týrol: Ortler 3905m. Í þetta skipti lagði ég af stað seinni part föstudags og var kominn í Payer huette fjallakofann kl. 19 um kvöldið.
Ekki hafa allir snúið til baka, sem gengið hafa á Ortler. Stór steinn við veginn heldur minningu þeirra lifandi og er áminning um að fara varlega.
Nú var þröngt á þingi í kofanum enda höfðu margir hugsað sér að nota helgina til að komast á hæsta fjall landsins. Veðrið fór sífellt batnandi og útsýnið í kvöldhúminu var æðislegt.
Ég hitti leiðsögumanninn og Austurríkismanninn Reiner sem slóst í hópinn á síðustu stundu og ákveðið var að leggja af stað um morguninn í síðasta lagi kl. 4:45, til þess að lenda ekki í miðri traffíkinni enda gæti það orðið til þess að við þyrftum að bíða eftir því að geta byrjað að klifra.
Eins og áætlað var lögðum við af stað kl. 4:20 og vorum með þeim fyrstu að komast upp í klettana þar sem þurfti að klifra. Veðrið var frábært en kalt, 3ja stiga frost. Stjörnubjartur himinn og tunglskin. Síðan var sólarupprásin æðisleg!
Síðan komumst við upp á jökulinn og þar settum við á okkur mannbroddana og héldum af stað í átt að toppnum. Í snjókomunni í byrjun vikunnar höfðu flestar jökulsprungurnar að mestu lokast og voru því ekki til vandræða. Samt sem áður þarf að hafa allan vara á sér.
Við gengum mjög rólega upp jökulinn til þess að verða ekki mjög móðir í þessari hæð og komumst á toppinn eftir um það bil þriggja og hálfrar klukkustundar göngu.
Veðrið gat ekki verið betra og við vorum hópur nr. 2 þennan daginn til að komast á toppinn. Þar var samt sem áður lítið pláss og þegar fjölga fór urðum við fljótlega að koma okkur af stað niður til að rýma til fyrir öðrum.
Það gekk vel að ganga niður jökulinn og klifrið þar fyrir neðan, niður að kofanum gekk líka mjög vel, enda þótt mér finnist alltaf erfiðara að klifra niður heldur en upp. Við vorum í öruggum höndum (og böndum) leiðsögumannsins.
Svokallaður ,,Veggur" er hér í bakgrunni en þar var mesta klifrið.
Hjá kofanum um hádegisbilið kvaddi ég svo leiðsögumanninn og gekk af stað til byggða með bros á vör, en gaf mér þó að sjálfsögðu tíma til að líta til baka með aðdáun á toppinn, og á náttúrufegurðina og blómin sem virðast geta sprottið upp úr engu.
Ótrúlegur dagur - ótrúleg fegurð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.7.2010 | 12:44
Ortler taka 1.
Nú var komið að því að fara á hæsta fjall í Suður Týrol. Ortler.
Ég lagði af stað fyrir hádegi og keyrði sem leið lá fyrst til Bozen (Bolzano) og þaðan til norðurs og vesturs í Vinschgau dal alla leið til Sulden þar sem Angela Merkel eyðir sumarfríinu sínu í næstu viku.
Frá Sulden gekk ég svo af stað eftir gönguleið nr. 4 í gegnum furuskóg og síðan í urð og grjóti.
Eftir 1 og 1/2 klukkustundar göngu væri hægt að koma við í Tabaretta Huette og kaupa sér veitingar eða jafnvel gistingu, eins og í flestum ef ekki öllum svokölluðum fjallakofum. En þeir eru oft fyrirtaks veitingarhús. Ég gekk hins vegar áfram, upp hlíðina og utan í klettana og vestur yfir klettakambinn.
Þaðan var ekki mjög langt upp í Payer Huette þar sem ég átti pantaða gistingu og átti að hitta leiðsögumanninn sem átti að klifra með mér og fara á jökulklæddann Ortler toppinn næsta morgun.
Uppi við kofann í 3029 m hæð var einnar gráðu hiti, og varla mikið hlýrra í herbergjunum. En þar voru þykkar sængur og teppi og heit súpa í Payer Huette fjallakofanum yljaði manni fyrir svefninn.
Næsta morgun kl. 6. blasti við manni bókstaflega ískaldur veruleikinn.
Það hafði snjóað rækilega um nóttina og rétt ofan við fjallakofann var ennþá blinda og of sleipt til að klifra í klettabeltinu neðan við jökulinn.
Því miður ekki annað að gera en að snúa aftur niður til Sulden og reyna aftur síðar.....Dapurlegt, en eitt af því sem fylgir því að vera til fjalla.
Gengur vonandi betur næst
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2010 | 21:50
Engar ákvarðanir
Engar ákvarðanir voru teknar á fundi ríkisstjórnarinnar seinnipartinn í dag.
Þetta er engin frétt! Og þó... kannski eru þetta góðar fréttir.
Þessi ríkisstjórn tekur helst ekki ákvarðanir. Það góða við þessa frétt er að þegar eitthvað er ákveðið, af einhverjum ráðherranna.....ekki af ríkisstjórninni því hún þorir ekki að standa saman... þá eru það yfirleitt slæmar ákvarðanir, ákvarðanir sem dýpka kreppuna, ákvarðanir sem eru fjandsamlegar viðskiptalífinu og atvinnulífinu eða bara ákvarðanir sem eyða tíma og peningum íslendinga en eru annars ekki til neins gagns (við erum m.a. að eyða fullt af tíma og peningum í Evrópusambandsumsóknarferli).
Samt eru þau svo þreytt af því það er svo brjálað að gera - að gera ekki neitt!
Það er verulega sorglegt að fylgjast með þessu.
Engar ákvarðanir á fundi ríkisstjórnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)