Nokkrar ábendingar

,,Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra metur stöðuna í Icesave samningunum nokkuð góða. Það sem liggi á borðinu nú sé verulega betra fyrir Íslendinga en núverandi samningur kveður á um."

1. Það er enginn núverandi samningur í gildi - Ekkert til sem heitir núverandi samningur. Þau lög sem eru í gildi veita fjármálaráðherra heimild til að undirrita samning og þangað til hann gerir það er enginn ,,núverandi samningur".

2. Í öllum síðustu tilraunum ríkisstjórnarinnar hafa ríkisstjórnarliðar talið stöðuna góða - jafnvel frábæra! Eigum við að hlaupa til og trúa þeim nú?

3. Ríkisstjórnin hefur viljað samþykkja allt sem komið hefur frá Bretum og Hollendingum hingað til - án þess að reyna nokkuð frekar. Nú hefur komið í ljós að það er hægt að semja. Það hefur komið í ljós að almenningsálitið úti í heimi er okkur í vil. Það hefur komið í ljós að ríkisstjórnin var við það að semja herfilega af sér. Hver segir að núna sé staðan góð? Hver segir að hana megi ekki bæta enn frekar?

4. Innistæðutryggingarsjóðir njóta ekki ríkisábyrgðar! Það er verið að semja um eitthvað sem ekki á að vera að semja um!

5. Það er engin ástæða til að hlaupa núna til og semja - Bíðum eftir þjóðaratkvæðagreiðslunni - hún er sterkt vopn.

Ríkisstjórn Samfylkingar og Vg vildi hlaupa til og skrifa undir í hvelli áður og einnig nú!

Sagan sýnir að þeim er ekki treystandi!


mbl.is Nokkuð góð staða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Skoffínið hann Össur má borga það sem hann vill úr eigin vasa en við almenningur borgum ekki krónu! Við skuldum ekki þessa Icesavepeninga! Það voru Björgólfarnir og þeirra fylgifiskar sem stálu þessum fjármunum, þeir geta borgað þá til baka.

corvus corax, 23.2.2010 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband