Um ,,þjóðstjórnir"...

Ég er sammála Hönnu Birnu um það að farsælast sé að sem flestir komi að málum í sveitarstjórn eða borgarstjórn. En þá á þann hátt að minnihluti og meirihluti vinni saman að góðum málum. En það er ekki ,,þjóðstjórn" heldur einfaldlega samvinna og þroskuð vinnubrögð.

Hins vegar er ég ekki sammála því að einhvers konar ,,þjóðstjórn" væri til góðs. Við verðum að muna að þarna er verið að höndla með fé íbúa viðkomandi sveitarfélags - í þessu tilfelli Reykjavíkurhrepps.

Slík þjóðstjórn hefur þann kost að allir koma að ákvarðanatökunni og allir bera ábyrgð á henni (að svo miklu leiti sem pólitíkusar bera ábyrgð). Þannig getur verið auðveldara að taka erfiðar og óvinsælar ákvarðanir. Hættan er auðvitað sú að einhver standist ekki freistinguna og slái sig til riddara með því að hlaupast undan merkjum.

Ég er samt ósammála því að þjóðstjórn sé besti kosturinn. Ég held að slíkt sé aldrei góður kostur. Þegar um slíkt er að ræða er enginn sem veitir aðhald og enginn sem gagnrýnir. Það getur skapað jafn mikil eða meiri vandræði heldur en möguleg ,,þjóðstjórn" á að vera lausnin á.

Nei. Vinnið þessar kosningar og berið bara ábyrgð á því sem þið gerið. Þannig á að starfa í pólitík.


mbl.is „Þjóðstjórn“ í borgarstjórn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband