10 mínútum í kosningar

Sjálfur var ég á móti því að setja ákvæði um sjávarauðlindir í stjórnarskrá þegar stjórnarsáttmálinn var birtur. Það eru fleiri en ein ástæða á bak við það.

Í fyrsta lagi tel ég slíkt ákvæði bjóða hættunni heim þegar vinstri stjórn kemst hér að (sem einhvern tím mun gerast). Það er engin leið að vita upp á hvaða fíflagangi yrði þá tekið en með slíkt ákvæði í stjórnarskrá fengju þeir vopn í hendurnar til að þjóðnýta auðlindina. Ég segi ekki að það muni gerast en a.m.k. yrðu þeir skrefinu nær því.

Í öðru lagi tel ég að stjórnarskráin eigi ekki að vera plagg með slíkar klausur. Stjórnarskráin á að vera vörn okkar borgaranna fyrir ríkisvaldinu og mögulegu ofríki og gerræði þess. Þar á að vera fjallað um stjórnskipunina (þyrfti þó að vera á skýrari hátt en nú er gagnvart forsetaembættinu), skiptingu valdsins og mannréttindi. Ég sé ekki af hverju þarf að vera sérklausa um sjávarútveg í stjórnarskrá umfram aðra náttúrunýtingu. Af hverju þá ekki einnig um fjárbúskap? Nú bíta rollur gras upp um öll fjöll sem allir eiga saman eða enginn eigandi er að. Er það ekki líka nýting á sameiginlegri auðlind. Svona er hægt að teygja þetta og toga.

Í þriðja lagi tel ég ýmsa vankanta á sameignarfyrirkomulagi yfirleitt. Fyrst og fremst gagnvart rekstrarlegum sjónarmiðum en kannski ekkert síður þegar kemur að verndun umhverfisins og sóun auðlinda. Það er staðreynd að það sem allir eiga hugsar enginn um. Ég tel einnig að þjóðin hafi best af því að sjávarútvegurinn blómstri og það tel ég að gerist bara fái menn í greininni til þess svigrúm og frið eins og má lesa hérna. Það mætti mikið frekar selja mér hugmynd um að binda íslenskt eignarhald á auðlindinni í stjórnarskrá, en þó ekki vegna ofangreindrar skoðunnar minnar á eðli stjórnarskrárinnar.

Ég er þó þeirrar skoðunar að stjórnarflokkarnir verði að leysa þetta mál farsællega sem fyrst. Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að víkjast undan samkomulagi sem hann hefur gert (hvort sem ég er sammála því eða ekki). Mér finnst þetta upphlaup frammaranna þó vera að vissu leiti lúalegt. Hefðu þeir viljað þá gætu þeir verið búnir að koma þessu í gegn fyrir löngu. Þeir höfðu valdamesta embætti landsins um tíma og þeir höfðu formennsku í stjórnarskrárnefndinni. Þetta er því bara enn eitt spriklið. Það er bara svolítið fyndið að þeir ætli nú að ná sér í óánægjufylgi þeirra sem eru ekki sáttir við fiskveiðistjórnunarkerfið sem Framsóknarmenn eiga sjálfir töluverðan heiður af. Þetta er hálf augljóst trikk svona tíu mínutum fyrir kosningar (það er svo langt síðan að farið var að nota frasann "korter í kosningar" að nú hlýtur tíminn að vera styttri). Ég óttast bara að þetta verði gert í einhverjum flýti núna en við þetta má alls ekki kasta til höndunum ef þetta fer í gegn á annað borð.

Gerum þetta skynsamlega og vel. Það er eitthvað sem þjóðin á skilið.


mbl.is Formenn og varaformenn stjórnarflokkanna funda um auðlindamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Þetta er í lögum og það þarf því í rauninni ekki að breyta neinu.

Örvar Már Marteinsson, 7.3.2007 kl. 08:20

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

Þetta lýðskrum hefði aldrei átt að fara í lög. Þetta er bara lýðskrum og ekkert annað. Slæmt þykir mér að verið sé að setja ákveði í stjórnarskrá til að styrkjalög sem ganga gegn eignarréttar ákveðinu. Lög um framsal á kvóta þýða að kvótinn sé eign þess sem selur og þannig flyst eignarrétturinn yfir til kaupandans. síðan koma lögin um sameign þjóðarinnar. Tvenn lög sem stangast á. Núna verða tvenn stjórnarskráarlög sem stangast á. 

Framsókn er að fara límingunum eins og oft fyrir kosningar. Húnsæðislán eru aukinn til þess að koma á smá framsóknar góðæris verðbólgu. Mér er meinnílla við þetta allt og er hundóánægður með Geir að hann skuli gefa eftir.  

Fannar frá Rifi, 8.3.2007 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband