Kjósum það sem kemur okkur best

Nú er orðið verulega stutt í að fólk fari að skila sínu atkvæði inn og þá vona ég að fólk hugsi um hag sinn og hag okkar allra. Hefur þú það betra í dag en fyrir fjórum, átta, tólf eða 16 árum? Ég veit að afborgunin á húsnæðisláninu þínu hefur hækkað en hefur ekki virði húsnæðisins hækkað ennþá meira?? Færð þú ekki að halda eftir fleiri krónum í veskinu þínu hver mánaðarmót eftir að búið er að taka af þér skattinn?? Getur þú ekki keypt matvörur núna með helmingi lægri skatti en þú gerðir áður? Þarft þú að hafa áhyggjur af því að þurfa að borga vexti af erlendri skuldasöfnun ríkissjóðs? Nei, þær skuldir hafa þegar verið greiddar, skattar hafa verið lækkaðir eða jafnvel aflagðir! Vel má vera að skattheimtan sé ennþá of há, og ég er reyndar sjálfur þeirrar skoðunar en pælið í einu:

Skattar hafa aldrei verið lækkaðir nema þegar Sjálfstæðisflokkurinn er við völd.

Ég vil benda á eitt sem vísar veginn inn í vinstri stjórnina sem menn geta valið eftir nokkra tíma: Þeir eru nú þegar farnir að undirbúa nýja skattheimtu. Ég minni á að R listinn lofaði því fyrir einar kosningarnar að hækka ekki skatta, ok. Innan þriggja mánaða voru þeir búnir að búa til nýjan skatt. Muniði! Hann heitir holræsagjald! Er fólk búið að gleyma?

Viljum við hafa meira á milli handanna?  Þá kjósum við Sjálfstæðisflokkinn! XD


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband