17.5.2007 | 21:31
Þessir herramenn.....
Það er nú gott að geta alltaf kennt öðrum um.
1. Í fyrsta lagi veit ég ekki betur en að Framsóknarmenn hafi lýst því yfir að þeir væru ekki til í að fara í ríkisstjórn með slíka útkomu í kosningum.
2. Í öðru lagi veit ég ekki betur en að m.a. á fundi hér í Ólafsvík hafi Samfylkingarfólkið (Össur og frambjóðendur Samfó á NV.) drullað yfir Framsóknarflokkinn sjálft og lýst þeim með orðum sem ekki er tilhlýðilegt að birta hér.
3. Í þriðja lagi held ég að ISG hafi hreinlega aldrei viljað samstarf við Steingrím og VG. VG var eftir sem áður helsti keppinautur Samfó og það hefur nú verið gangur sögunnar að vinstri flokkarnir hafa yfirleitt stungið hvorn annan í bakið þegar á reynir.
Annars er þetta sennilega ágætt fyrst Framsókn tapaði svona illa. Kosningarnar sýndu að það voru fáir sem vildu þá í ríkisstjórn. (Þó að það séu margir í Félagi Ungra Framsóknarmanna eins og sést hér). Nú mega Sjálfstæðismennirnir bara ekki gefa of mikið eftir af sínum málum.
Hér er svo m.a. ástæðan fyrir því að ég treysti ekki VG. Hérna!
Ingibjörg Sólrún: VG vildi ekki mynda stjórn með Framsóknarflokki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.