21.5.2007 | 00:24
Styrking lýðræðisins?
Var að lesa grein Illuga Gunnarssonar í Fréttablaðinu. Verð að lýsa mig sammála sumu og minna sammála öðru. Hann talar um aðstöðumun milli stjórnarflokka og stjórnarandstöðu. Það kann að vera rétt en ég tel að það þurfi að fara varlega í að auka áhrif stjórnarandstöðu á þingi. Suma þingmenn vilja kjósendur hreinlega kjósa burt og það væri skrítið að greiða fé úr vasa þessara sömu kjósenda til að auka áhrif þeirra sem kjósendurnir vilja ekki að ráði. Aftur á móti hljóma þau rök nokkuð vel að með því að ráða aðstoðarmenn fyrir stjórnarandstöðuforingjana verði andstaðan málefnalegri og gæti þess betur að ríkisstjórnin vandi sig. Hljómar ágætlega en ég er hræddur um að sterkari stjórnarandstaða myndi ekki eyða miklu í að fínpússa stjórnarfrumvörpin. Sennilega færi aukinn kraftur frekar í að slá sig til riddara og ná til sín aukinni athygli.
Ég held að styrking umboðsmanns alþingis væri nær lagi til að gæta þess að stjórnin vandi sig við löggjöfina.
Hitt er svo annað mál að ég er hjartanlega sammála Illuga þegar hann ræðir um ný lög um fjármál flokkanna. Ég hef grun um að þau komi ekki til með að styrkja lýðræðið í sessi heldur auka frekar á undarlegheitin, auka þá tilhneygingu að öðrum öflum en bara flokkunum og flokksstarfi sé beitt í kosningabaráttunni og síðast en ekki síst gera nýjum kröftum erfiðara fyrir að ná fótfestu í baráttunni. Það hlýtur að vera hluti af eðlilegu lýðræði að ný framboð eigi einhverja möguleika en séu ekki kaffærð af "establishmentinu" í krafti skattfjár hins almenna borgara. Fyrir utan það að ég hef takmarkaðan áhuga á því að borga fyrir kosningabáráttu Vinstri Grænna.
Ég tel að þessi nýja löggjöf um fjármál flokkanna hafi ekki verið til bóta.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.