28.5.2007 | 00:03
Hjólaðu bara...
Það fer ósegjanlega í taugarnar á mér þegar menn sem hafa ekkert vit á aðstæðum, enga innsýn inn í menningu veiðiþjóða og engan vilja til að skilja að það eru ekki alls staðar sömu vandamálin.
Ekki fárast ég yfir því að hundar skuli vera borðaðir í Kóreu og Kína, þótt mér finnist það vissulega skrítið. Mér þykir vænt um hunda og finnst þeir skynsamar skepnur.
Stundum er hægt að koma fólki í skilning um að skoða verði aðstæður í hverju tilfelli fyrir sig þegar maður vísar til venjulegra skotveiða. Veiðimenn átta sig á því að jafnvægi raskast ef einum hlekk keðjunnar er sleppt úr veiðum.
Af hverju eru svo hvalirnir eitthvað merkilegri en önnur spendýr sem við leggjum okkur til munns? Það vita það flestir sem hafa komið inn í fjós að þegar ein kýr baular baular önnur á móti, rolla jarmar á sérstakan hátt þegar hún "talar" við nýborið lamb sitt.... Vitum við að hvalirnir séu eitthvað merkilegri??
Hjólaðu bara vinur og njóttu umhverfisins.
Á hjóli með líkkistu í eftirdragi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þetta er ekki spurning um að koma fólki í skilning um þínar rökfærslur heldur virða það að þeir hafi aðrar skoðanir en þú, líklega byggðar á öðrum rökum sem eru alveg jafn gild.
Sigurlaug Anna (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 10:12
Hæ
Örvar Már Marteinsson, 30.5.2007 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.