Aumingjaskapur á Akureyri

Sá í 10 fréttunum að það yrði engin dagskrá á Sjómannadaginn á Akureyri. Útgerðarmenn hefðu ekki viljað taka þátt í útgjöldunum og því væri ekki hægt að halda upp á daginn með tilheyrandi dagskrá. Hvað á þetta að þýða? Forsvarsmaður eins útgerðarfyrirtækisins heldur því fram að áhugi fólks fyrir Sjómannadeginum hafi dvínað.

Gefum okkur að það sé rétt.... þá er það ekki síst svona nirfilshætti að kenna! Hvers konar aumingjaskapur er þetta og vanvirðing við þá starfsstétt sem hefur lagt grunninn að farsæld þjóðarinnar? Með þessu er sjómannastéttinni allri sýnd mikil vanvirðing og þessir menn ættu að skammast sín. Svei!

Eiga þessir menn ekki að vera að vinna í að byggja upp ímynd greinarinnar? Það er nógu mikið að greininni vegið, af aðilum sem koma hvergi nærri, þó að útgerðarmennirnir sjálfir fari ekki að hjálpa til við að grafa undan henni.

Aumingjaskapur! Svei og svei!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skafti Elíasson

Alveg sammála þér þarna Örvar minn

Skafti Elíasson, 4.6.2007 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband