Ha?

Hversu langt getur stýringin gengið? Geta menn sem ganga inn í eitthvað stórt apparat bara kastað af sér allri ábyrgð og orðið eitt með stofnuninni? ,,Ef það stendur ekki í handbókinni er það ekki til og frekar en að taka sénsinn á því að gera eitthvað sem maður fær ekki staðfestingu á í handbókinni þá horfir maður frekar á og bíður þar til að það líður hjá". Er það svona sem menn hugsa sem verða hluti af stofnun? Er ekkert til sem heitir frumkvæði?

Það hlýtur að ganga framar öllu öðru, regluverki eða hverju sem er, að rétta hjálparhönd ef mannslíf er í hættu. Það er bara svoleiðis.


mbl.is Lögreglumenn horfðu á dreng drukkna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já þetta er alltof algengt að fólk þori að taka frumkvæði.  Ég hélt að það ætti ekki að þurfa að fá staðfestingu í einhverri handbók og tala um að ekki sé rétt að hætta eigin lífi til að bjarga öðru mannslífi.  Þeir sem svona hugsa þótt þeir séu lögreglumenn munu aldrei bjarga mannslífi, því það er svo augljóst að þegar einhver reynir og getur bjargað öðru lífi er í 99% tilfella sem viðkomandi setur sjálfan sig í hættu.  Þetta er bara hreinn og klár aumingjaskapur, þótt reynt sé að klóra yfir það.

Jakob Falur Kristinsson, 21.9.2007 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband