Er einhver þarna úti???

Hvað er í gangi? Samfylkingin keppist við að fórna öllu sem íslenskt er og það segir enginn neitt! Viðskiptaráðherra vill selja auðlindir okkar úr landi, sem tónar vel við þann sið Samfylkingarinnar að setja ofaní við sjálfa sig því stutt er síðan að honum fannst ómögulegt að íslenskir útgerðarmenn ættu aflaheimildirnar í sjávarútveginum. Nú finnst honum betra að erlendir útgerðarmenn eigi þær!!!

Varaformaður Samfylkingarinnar vill að öll stjórnsýslan verði tvítyngd og enskunni gert jafn hátt undir höfði og Íslenskunni. Vill hann þá að enska verði gerð að öðru tveggja opinberra mála á Íslandi? Er ekki nóg að við kunnum að tjá okkur á ensku?

Viðskiptaráðherra notar hvert tækifæri til að tala krónuna niður og reynir þannig markvisst að auka meðbyr draumóra sinna um að ganga í Evrópusambandið. Allt er þetta reyndar meðvitað gert til að reyna að fækka/þagga niður í andstöðuhópnum og láta heyrast mikið í þeim sem telja sig verða mikilvæga menn þegar inn í Evrópusambandið er komið.

Nú sprettur svo sjálfur utanríkisráðherra, bjargvættur mið - austurlanda, fram og fer að stíga í fótinn við lykilmenn í Evrópusambandinu. Segir svo að ekki sé kveðið á um það í stjórnarsáttmála að ekki verði sótt um evrópusambandsaðild á kjörtímabilinu! Það er heldur ekki talað um að við ætlum ekki til tunglsins - EN VIÐ ÆTLUM SAMT EKKI TIL TUNGLSINS!!!!!!!!!!!

Stopp!  Einhver???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

fávitar.  óþolandi. svona fólk langar mig að slá. ætla að sleppa því. en mig langar það samt. ensku sem jafngilda íslensku? til hvers? það kunna næstum allir á íslandi ensku. bróðir minn varð mjög góður í ensku þegar hann var 8 ára. þurfti bara að horfa á cartoon network.  hvernig væri nú að það væru stjórnmálamenn yfir þessu landi sem væru með örlítið sens í kollinum, svo að ég sletti smá ensku þar sem ég er að undirbúa mig fyrir þetta alltsaman. þekki nú nokkra einstaklinga sem eru með betri lausnir en þetta lið. en óvell..

elin (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 20:35

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Vegir krata eru órannsakanlegir, einkum þegar kemur að þeirra öfgafullu alþjóðahyggju. Þá er þeim EKKERT heilagt, ekki einu sinni móðurmálið......

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 24.9.2007 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband