3.11.2007 | 21:15
Hvað fær Jón í afmælisgjöf?
Hugsið ykkur nú hvaða afmælisgjafir við gætum fært honum Jóni. Við gætum hleypt framsóknarmönnum og samfylkingunni saman í ríkisstjórn þarna um vorið og hoppað inn í hlýjan arm Evrópusambandsins. Það held ég að Jón Forseti myndi snúa sér við í gröfinni.
En þetta er ekkert langsótt. Möguleikinn er alltaf fyrir hendi að við missum fullveldi okkar til Brussel ef áróðurinn heldur endalaust áfram: Krónan ónýt, þurfum að opna á erlenda fjárfestingu í sjávarútveginn, verðum að taka upp evru, það myndi sjálfkrafa koma upp ,,evrópuverð á matvælum" (hvað sem það nú er), íslenskan er líka hvort eð er ónýt í stjórnsýslunni ofl. ofl. Það er verið að tala okkur inn í Evrópusambandið. Þetta hjal um krónuna er til þess fallið að allur almenningur fari á endanum að trúa því að við verðum að taka upp evruna, en þá verður auðvitað sagt að því miður sé það nú eiginlega ekki hægt nema við göngum inn í sambandið, æ æ.
17. júní 2011 vil ég geta sagt: Við höfum farið vel með sjálfstæði okkar og fullveldi, Jóni Sigurðssyni til sóma.
Unnið að undirbúningi 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.