KRÓNUS

Hvað skal gera? Ef samkeppnisstofnun beitir einhverjum sektum þá fáum við sem verslum bara að borga brúsann. Ætti maður að refsa þeim með því að versla annars staðar? Þá gæti ég t.d. verslað í Bónus á morgun til að refsa Krónunni og svo í Krónunni á mánudaginn til að refsa Bónus. Það er nú góð hugmynd.

Það er eitthvað að ef það getur ekki komið hingað einn aðili í viðbót og veitt þessum verslunum aðhald. Ef gróðinn er svona mikill þá hljóta fleiri að vilja taka þátt. Sá aðili myndi alla vega græða núna þegar við erum í fýlu við ,,Krónus".

Ég er alla vega feginn að hafa minn kaupmann í þorpinu mínu ennþá. Ég veit þó alla vega að uppsett verð er það verð sem ég borga. Kannski einhverjum krónum dýrari, en ég borga þó ekki hærra verð en það sem stendur á vörunni.


mbl.is Kerfisbundið haft áhrif á verðkannanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Mér fynnst það skrítið að ég að stuðli að aukinni samkeppni með því að versla við eftirleyfar sambandinu. Samkaup. að helsti samkeppnis aðili einokunar skuli vera gamla sambandið. það breytist margt.

Fannar frá Rifi, 4.11.2007 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband