12.11.2007 | 15:14
Vísindamenn í kassa
Hver borgar fyrir þetta? Inni í hvaða hvalakassa hafa þessir vísindamenn verið? Eru þetta nýjar og merkilegar uppgötvanir? Eru hvalirnir þá einstakir?
Það gefa mörg önnur dýr frá sér sérstök hljóð í tilhugalífinu. Þeir eru búnir að finna út að tiltekin hljóð tengist ágreiningi tarfa.... hafa þessir menn aldrei heyrt hunda urra hver að öðrum? Hafa þeir aldrei verið nálægt breimaköttum?
Það er ekkert merkilegt við það að kýrnar gefi frá sér sérstök hljóð í samskiptum við kálfa sína, rollur gefa frá sér blíðleg hljóð við lömb sín, mjög sérstök og frábrugðin venjulegu jarmi.
Þegar ein kýr baular þá baular önnur á móti! Eru þær þá að spjalla saman? Það getur vel verið. Þær hafa bara ekki verið skilgreindar sem ofurgáfuð kvikindi eins og hvalir. Gæti kannski verið að það sé vegna þess að fyrir verndunarsinnana eru hvalirnir tekjulind, þeir eru mátulega fjarlægir ríkum og meðalríkum meginlandsbúum til að hægt sé að færa sér í nyt söknuð þeirra eftir náttúrunni og þekkingarleysi þeirra á sömu náttúru. Þetta er allt spurning um peninga.
Það er ágætt að það eigi að þýða söng þeirra. Er ekki líka hægt að þýða ropið í rjúpunni, ég hef áhyggjur af því að skilja ekki þær skosku!
Vísindamenn reyna að þýða söng hvalanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tek undir hvert orð.
Fannar frá Rifi, 12.11.2007 kl. 15:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.