26.11.2007 | 23:36
Vondu Bandaríkin
Nú kennir Pútín Bandaríkjamönnum um að ÖSE vilji ekki koma og fylgjast með kosningunum. Hann sem hefur sett Öse afarkosti. Það er fyrirsjáanlegt en þó áhrifaríkt útspil hjá honum. Nú hafa kjósendur og Pútín sameiginlegan óvin - Ósanngjörnu Bandaríkin.
Mér segir svo hugur að lýðræðið, sem var örugglega mjög skammt á veg komið, hafi tekið mikinn afturkipp.
Nú eru stjórnarandstæðingar barðir og fangelsaðir. Tjáningarfrelsið er fótum troðið. Pútín leiðir framboðslistann sinn til að sitja enn lengur að völdum og ætlar að "velja heiðarlegan, hæfan og nútímalegan forseta.". Pútín má ekki sitja lengur sem forseti þannig að hann finnur sér lepp - og stjórnar svo í gegnum hann.
Það kæmi mér ekki á óvart þótt stjórnarskipunarbreyting sem tryggir honum áframhaldandi völd - og örugglega aukin völd - sé í uppsiglingu.
Það er ekki gott að vera stjórnarandstæðingur í Rússlandi.
Mitt skot á úrslitin 80% atkvæða til Pútíns. 17,5% ógildir seðlar og stjórnarandstæðingar fá 2,5% (Það lítur betur út ef þeir fá eitthvað)
Pútín: Bandaríkjamenn þrýstu á ÖSE | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.