MARGIR!!!

Á maður að trúa því að það sé bara keyrt framhjá án þess að blikna? Ef svo er hlýtur samviskubitið að naga þá hina sömu ansi sárt þessa stundina, og það er líka allt í lagi.

Ég lenti í því fyrir 2 árum að keyra fram á tvö ungmenni gangandi í hríðarbyl og myrkri kl. 6:30 að morgniá náttfötunum einum fata. Ég hélt í alvöru að ég væri að sjá ofsjónir, svo undarlega kom mér þetta fyrir sjónir, en stoppaði þó sem betur fór, þegar ég var kominn um 20 metra framhjá. Þau höfðu ekið útaf og höfðu gengið af stað til byggða og var orðið ansi kalt. Sem betur fór stoppaði ég til að athuga með þessar ofsjónir mínar.

Maður stoppar þegar maður telur að manns geti verið þörf. Maður tekur ekki sénsinn á að svo sé ekki.

Það er bara þannig!


mbl.is Margir óku framhjá slösuðum manni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er bara argasti LYGI !!!! ÉG sá þennan mann detta, hann var hins vegar á hinum vegahelmingnum með kerru í eftirdragi. Í fyrstu sýndist mér þetta vera blindbullur náungi en svo húrraði hann þarna fram yfir sig. Fyrsti bíll sem ég mætti stoppaði og reyndar líka sá næsti. Þannig að maðurinn sem datt og nefbraut sig hefur bara ekki tekið eftir því að FYRSTI og ANNAR bíllinn sem keyrðu fram hjá honum, STOPPUÐU. !!!

Ég var úti í kanti á hinum vegarhelmningnum og sá að tveir bílar voru stoppaðir og ákvað því að huga ekki frekar að þessu máli.

Íbúi á Hvanneyri (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 23:37

2 identicon

Það er bara þannig!! 

Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband