24.1.2008 | 09:33
Það er ekkert persónulegt, heldur málefni!
Snérust átökin sem BIH stóð í um persónu hans fremur en málefni?
Það sem maður hjó helst eftir var að Björn var dressaður upp í kosningabaráttunni á kostnað flokksins... sem hann taldi þó ekkert stórmál af því að hann er nú þegar vaxinn upp úr þeim. Eru það ekki málefni að þarna er verið að fjármagna einkaneyslu stjórnmálamanna? Eða var það hugsjónastarf að klæða Björn Inga almennilega upp? Voru framsóknarmenn fullir vorkunnar yfir útganginum á frambjóðandanum?
Í annan stað kemur í ljós að fatapeningarnir voru ekki gefnir upp til skatts. Við sem höfum unnið almenna vinnu, t.d. við sjómennsku vitum að skattstjórar krefjast þess meira að segja að 2 samlokur á dag á að gefa upp til skatts, komi þær frá vinnuveitanda. Fatapeningar þess þá heldur!
En siðferði er þá sem sagt ekki málefni.
Ég er sammála Guðna um það að biðja menn um að gæta að sér. Þegar menn eru á kafi í pólitík þá eiga menn að vera með allt á hreinu, jafnvel miklu frekar en aðrir. Það er merki um hirðuleysi og kæruleysi að gefa slíkan höggstað á sér. Menn í þessum bransa, sama í hvaða flokki, eiga að vita að andstæðingar og fréttamenn láta slíka veika bletti ekki fram hjá sér fara. Og hver er þá besta lausnin? = Að vera með hreinan skjöld.
Það er ekkert persónulegt. Það er málefni!
Framsóknarmenn slíðri sverðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það sem mér hefur alltaf fundist einkenna framámenn í Framsóknarflokkum er baktjaldamakk og að geta aldrei komið heiðarlega fram. Þetta er mjög skíturgur stjórnmálaflokkur.
Stefán (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 09:45
Hehemm...ég er nú þeirrar skoðunar að allir flokkar séu í þessu baktjaldamakki og það er enginn flokkur skítugri en annar. En þeir eru allir drulluskíturgir...það sýna nú bara atburðir síðustu daga og mánuði. Heiðarleiki í stjórnmálum virðist ekki vera til í dag.
Þráinn Sigvaldason, 24.1.2008 kl. 10:06
Bíddu við Stefán, eru þá sjálfstæðismenn hvítvoðungar sem eru þekktir fyrir heiðarleika og traust! Guð minn almáttugur, sjálfstæðisflokkurinn er spilltasti stjórnmálaflokkur landsins! Þorsteinn Davíðsson! Heiðarlegt útspil sjálfstæðisflokksins er það ekki! Þetta snýst allt orðið um valdagræðgi sjálfstæðismanna, lygar og spillingu!!
Þorsteinn Þormóðsson, 24.1.2008 kl. 10:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.