Tapað/Fundið

Lýsi eftir undirskriftalistum haustsins 

Stóð ekki síðasti meirihluti og féll með einum manni? Og þar síðasti líka ef út í það er farið? Ég býst við að undirskriftarlistarnir hafi bara týnst þá...

Hvað sem mönnum finnst um þessa farsakenndu atburðarrás (sem minnir óneitanlega dálítið á þegar Bobby kom aftur í Dallas) þá er þetta ekkert minna lýðræðislegt en þegar meirihluti Dags B. var stofnaður í haust.

Við verðum bara að gera kröfu um að borgarstjórnin vinni vinnuna sína vel... og fari nú að hugsa um að vinna en ekki bara að hugsa um hverjir ráða yfir skóflunum í sandkassanum.


mbl.is Mótmæla nýjum meirihluta í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Akkúrat.

Púkinn, 22.1.2008 kl. 13:36

2 identicon

Þar sem mér finnst vera nóg komið af valdagræðgi í borgarstjórn ætla ég að láta link á undirskriftarlista hérna fylgja ef ske kynni að fleiri væru búnir að fá nóg og vildu kvitta fyrir sig!!!!!!!!

http://www.petitiononline.com/nogbod...ion-sign.html?

Hulda B (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband