Skattalækkanir - óskalistinn

Það sem ég myndi helst vilja sjá hér er: 3% lækkun á tekjuskatti, á móti kæmi heimild til sveitarfélaga til að hækka útsvarið um 1% = 2% raunlækkun. Þar með gæti mögulega skapast svigrúm til að hækka laun grunnskólakennara og leikskólakennara og/eða byrja að greiða niður skuldir sveitarfélaganna.

Einnig held ég að lækkun eldsneytisgjalds sé bráðnauðsynleg, enda hlyti það að skila sér í minni verðbólgu.

Ennfremur þarf að hreinsa til í þeim tekjuliðum ríkissjóðs sem virka sem þröskuldur á samkeppni erlendra fyrirtækja við íslensk, á mörkuðum hérlendis. Þetta gæti verið það mál sem neytendunum kæmi best (hér er ég að meina tryggingamarkað, lyfjamarkað og bankamarkað, svo fátt eitt sé nefnt).

Mér finnst eins og ég sé að skrifa jólasveininum - en það er bara febrúarErrm.


mbl.is Lækkun skatta tengd samningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband