18.2.2008 | 15:46
Rangt hjá Steingrími
Þegar Steingrímur heldur því fram að ríkisstjórnin hafi hafnað því að létta sérstaklega sköttum af lægri launum er hann að fara með rangt mál... og það veit hann vel. Það er alveg með ólíkindum að þegar menn eru orðnir uppiskroppa með hluti til að argast út í þá skuli menn bara hreinlega ljúga. Maðurinn ætti að skammast sín fyrir að ljúga að stuðningsmönnum sínum, sem taka sjálfsagt andköf af heilagri reiði yfir meintu óréttlæti.
Þegar persónuafsláttur hækkar um 1000 krónur þá er það mun hærra hlutfall af 150 þúsundum heldur en 500 þúsundum. Hver þúsund króna hækkun persónuafsláttar jafngildir tæplega 0,7% af 150 þúsundum en 0,2% af 500 þúsundum. Það er ekkert flóknara en það.
Steingrímur skilur auk þess vel að lækkun á fyrirtæki kemur launþegum vel að því leiti að þá eru þau betur í stakk búin til að borga hærri laun. Hann vill hins vegar ekki brjóta upp vanalegt mynstur sitt og skammast eins og vanalega yfir skattalækkunum.
Kommúnískt hugarfar þrífst á vandlætingu, ofsa, bölsýni og fýlu - Átrúnaðargoð vinstrimannanna hefur sýnt það og sannað.
En verða fylgendur hans ekkert leiðir á því að láta ljúga svona að sér?
Steingrímur segir laun enn langt undir framfærslukostnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, Örvar Már. Það er alveg rétt að hækkun persónuafsláttar kemur sér betur fyrir þá sem eru á lágum launum. En það er einmitt það sem undanfarið hefur ekki átt upp á pallborðið hjá stjórnvöldum. Persónuafslátturinn hefur verið látinn dragast aftur úr en skattprósentan hefur lækkað. Sú aðferð kemur betur út fyrir hálaunaða fólkið. Svo einfalt er það.,
Þórir Kjartansson, 18.2.2008 kl. 16:04
Þarflegar ábendingar-takk
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 16:17
Hvor heldur þú að hafi það betra, maður á 500 þúsund krónum á mánuði eða maður á 150 þúsund krónum á mánuði??? bara einföld spurning, og segir sig sjálft...
og maður á 150 þúsund krónum á mánuði, er langt frá því að geta framfleitt sjálfum sér, og heldur þú virkilega að honum sé ekki drullusama um einn skitinn auka þúsundkall... og maðurinn á 500 þúsund krónum á mánuði, hann hefur það svo miklu betra að honum er nákvæmlega sama þótt þessi 1000 kall komi inn því hann hefur nákvæmlega ekkert með hann að gera ;) er ekki hægt að líta á þetta svona.
Hvernig væri að prufa að hækka laun í umönnunarstörfum til dæmis um 50% þannig þau yrðu nú til svona sæmilegs stolts, hvernig heldur þú að til dæmis umönnunarfólki líði svo ég taki þau sem dæmi... og þá er ég að tala um hjúkrunarfræðinga, þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, sjúkraþjálfara.. tek sem dæmi iðjuþjálfa sem að hefur lokið 4 ára háskólanámi, og by the way, þá er heilbrigðisnám dýrasta nám sem þú getur valið þér, hann er með tæpar 140.000 krónur á mánuði eftir skatt.. og náungi sem að lærir viðskiptafræði í 2-3 ár er með 350-400 þúsund krónur á mánuði eftir skatt, réttlæti ekki satt?
Man eftir í haust að á stöð 2 kom launakönnun í fréttunum, og þar kom í ljós að hjúkrunarfræðingar í reykjavíkurborg voru sagðir vera með hæst launuðustu stétt borgarinnar.... er verið að GRÍNAST, það var sagt að hjúkrunarfræðingar væru með að meðaltali um 500 þúsund krónur á mánuði.. veit fólk af hverju það er? það er vegna þess að hjúkrunarfræðingar vinna flestir tvöfaldar vaktir til að ná endum saman, svona 12-16 tíma á sólahring, 6-7 daga vikunnar, og taka mjög oft ekki sumarfrí vegna peningaleysis.. þá er kannski hægt að sjá þessi laun.
Þessi ríkisstjórn lofar og lofar uppí blásaklaust fólk, gerir ríka fólkið ríkara og fátæka fólkið fátækara, það skiptir engu máli þótt laun séu hækkuð eða persónuafsláttur sé aukinn, það hækkar allt á móti, það er bara farið leynt með það og fólk er lúmskt ;)
Mikael Þorsteinsson, 18.2.2008 kl. 16:31
ætlaði að benda á það, að ég hef ekki hundsvit á stjórnmálum þannig lagað séð, allir sjálfstæðismenn segjast auðvitað aldrei hafa kannast við að gera ríkt fólk ríkara og fátækt fólk fátækara, en svoleiðis er það nú bara, og það sjá allir nema algjörlega blindir sjálfstæðismenn.. og ég veit að sjálfstæðismenn eru á móti þessarri spurningu hjá mér
Eiga þeir sem að leggja harðast að sér, vinna mest, og eru mest lærðir, að fá hæstu launin?
Mikael Þorsteinsson, 18.2.2008 kl. 16:36
Segðu mér Mikael, hvernig færðu það út að heilbrigðisnám sé það dýrasta sem þú getur valið þér? Kostar það þig meira en önnur nám? þarftu að leggja meira á þig? Þú verður bara að fyrirgefa en ég sé alls ekki hvernig það getur verið dýrasta námið á Íslandi (eða er þetta kannski út um allan heim? veit ekki).
GF (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 17:36
,,Kommúnískt hugarfar þrífst á vandlætingu, ofsa, bölsýni og fýlu - Átrúnaðargoð vinstrimannanna hefur sýnt það og sannað.
En verða fylgendur hans ekkert leiðir á því að láta ljúga svona að sér?"
Svona rugl láta bara staurblindir heimskingjar út úr sér. En það er svosem ekki við öðru að búast af öfgasjálfstæðismönnum hverra heimsmynd er svart/hvít.
Jóhannes Ragnarsson, 18.2.2008 kl. 18:06
ahahahahahahahahaha.
"Svona rugl láta bara staurblindir heimskingjar út úr sér. En það er svosem ekki við öðru að búast af öfgasjálfstæðismönnum hverra heimsmynd er svart/hvít."
Segir bölsýni, fúli vinstrimaðurinn.
Fannar frá Rifi, 18.2.2008 kl. 22:18
Sannleikanum verður hver sárreiðastur
Mikið til í því
Örvar Már Marteinsson, 19.2.2008 kl. 09:16
Þarna verð ég að vera sammála Jóa!
ég verð að nefna það að Jói er sólageisli í þessu mikla svartnætti sem ríkir yfir þjóðfélaginu þar sem græðgi ,efnishyggja,valdnýdsla ,rógburður ,lygi og óréttlæti ræður ríkjum
Við munum ekki gefast upp þótt við verðum að spýta blóði, HÆKKUM SKATTA áfram vinstri grænir................
Siggi Scheving (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 11:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.