Fídel Kastró hefur sagt af sér!!

castroÞetta er ansi merkilegt útaf fyrir sig. Ég hefði ekki verið hissa þótt hann hefði verið látinn hanga í sínu embætti til dauðadags og jafnvel lengur. Hélt meira að segja á tímabili að hann væri dáinn. Þetta er sennilega gáfulegt hjá honum því nú getur hann stjórnað því betur hver tekur við, án þess að allt leysist upp í byltingu.

Kúba er áhugaverð. Fyrir margar sakir: Það er t.d. sérstakt að þarna skuli vera kommúnistaríki í slíku nábýli við aðalandstæðing sinn. Árangurinn má svo náttúrulega mæla í flæði íbúanna. Hvert liggur flóttamannastraumurinn, inn eða út úr Kúbu???

Þarna fer fram tilraun á sviði stjórnmálafræðinnar sem gaman væri að fræðast enn frekar um. Stjórnmálafræðinemar ættu að fara í hópferð til Kúbu.


mbl.is Kastró segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband