28.2.2008 | 10:25
Uppfræðsla VG
Í Stjórnmálaskóla Vinstri Grænna er mikil áhersla lögð á mótmæli og skipulagningu þeirra. Eins og sjá má hér. Það tónar vel við þá skoðun mína að VG þrífist á óánægju og fýlu. Að ná að kynda undir skapi manna, búa til almennileg mótmæli er gamalt og gott trix.
Best er þó ef mótmælin ná ekki árangri sínum. Þá verða menn ennþá svekktari og óánægðari, og það hentar forystu Vinstri Grænna vel. Þá eru þeir sem fremstir fara og gaspra mest og hæst píslarvottar og hetjur. Þess vegna er langbest að beita sér ekki fyrir einhverju raunhæfu - það bara gleymist.
Þetta er það sem gefur VG fylgi. Þess vegna leggja þeir áherslu á slíka uppfræðslu. Þetta er ósköp eðlileg viðleitni flokks til að halda sér á lífi. Flokks sem er búinn að sjá að hann mun aldrei komast langt á sínum ,,EITTHVAÐ ANNAÐ" lausnum eigi hann að hrinda þeim í framkvæmd.
Sennilega er það flokksins versta martröð að lenda í ríkisstjórn - þá þyrfti að fara að bera ábyrgð á öllu gasprinu.
Það held ég nú
Athugasemdir
Gaman að sjá hvað þú fylgist vel með flokksstarfinu í VG, ég hef þig nú grunaðan um byggja áhuga þinn á þeim á annarlegum hvötum
Annars er sniðugt að sjá að í stjórnmálaskólanum þeirra er 1 af 3 dagskrárliðum sem heitir: Fundir og mótmæli!
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, 28.2.2008 kl. 17:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.