Peningarnir vaxa ekki á trjánum

Neikvæður vöruskiptahalli er eitthvað sem búið að vera viðvarandi ástand síðan ég man eftir mér. Maður veltir fyrir sér hvaðan peningarnir koma og hversu lengi slíkt ástand getur gengið. Miklar virkjanaframkvæmdir hafa aukið hallann mjög síðustu ár en nú ætti að draga úr því og dæmið ætti að geta snúist við.

Aukin álframleiðsla hjálpar þar til. Aukin verðmæti sjávarafurða gera það líka. Hins vegar hefur niðurskurður í kvóta, bæði í loðnu og þorski, neikvæð áhrif.

Almennt neyslutripp hefur líka sitt að segja.

Nú þyrfti að mínu mati að draga saman í innflutningnum. Við ættum að skoða þau spil sem eru á hendi, og spila úr þeim. Hvetja þarf til sparnaðar og aðhalds. Miklar framkvæmdir ættu helst aðeins að fara fram á svæðum þar sem hagvöxtur hefur verið lítill sem enginn og miða að auknum útflutningsverðmætum.

Olíuhreinsistöð í Arnarfirði er þar góður kostur, þar sem frumkvæði heimamanna skiptir öllu.

Ég er af gamla skólanum. Eyðsla umfram það sem aflað er getur ekki gengið lengi. Góður maður sem ég þekkti sagði að eina leiðin til að hækka kaup fólks þannig að raunveruleg kaupmáttaraukning yrði, væri aukin verðmætasköpun í þjóðfélaginu. Það er bara svo einfalt. Peningarnir vaxa ekki á trjánum.


mbl.is Vöruskiptahallinn eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband