Misskilningur aðildarþjóða:

Misskilningur sumra þjóða er að þær halda að þær séu í ,,Hvaðfriðunarráðinu" en ekki hvalveiðiráðinu. Hvalveiðiráðið á að sjálfsögðu að beita sér fyrir því að ekki sé gengið of nærri stofnum og fylgjast með stofnum í útrýmingarhættu. Það er bara ekki sama um hvaða svæði er verið að fjalla.

Hvalveiðiráðið er hins vegar undarlegt apparat þar sem allt aðrir hagsmunir en aðeins umhyggja fyrir tegundum í útrýmingarhættu spilar heljarstóra rullu.

Það er skylda okkar að nýta hvalastofnana á sjálfbæran hátt. Þeir umhverfisverndarsinnar sem vilja minnka gróðurhúsáhrifin ættu að berjast sérstaklega fyrir hvalveiðum! Þeir umhverfisverndarsinnar sem berjast gegn eyðingu skóga fyrir aukna matvælaframleiðslu ættu líka að berjast sérstaklega fyrir hvalveiðum.

Það er undarleg hugmyndafræði að telja mannkynið ganga of nærri auðlindum jarðarinnar í matvælaframleiðslu (og framleiðslu lífræns eldsneytis NB) en ætla svo að horfa á mörg þúsund tonn af kjöti svamla framhjá.


mbl.is Alþjóðahvalveiðiráðið fundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Þórðarson/dóritaxi

Steamroller Friðunarsinnar munu bráðlega berjast fyrir verndun alls sem vex og hrærist á jörðinni nema mannskepnunnar

Halldór Þórðarson/dóritaxi, 6.3.2008 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband