4.5.2008 | 22:52
3/4
Þá eru þrjú próf búin af fjórum og hingað til hefur bara gengið vel. Nú kemur smá pása, til 14. maí en þá er síðasta prófið - og jafnframt það sem mér lýst verst á, en það bjargast þó örugglega. Vonandi koma nú nokkrir dagar sem maður getur róið, það er orðið ansi langt síðan maður hefur getað verið í vinnunni og það veitir ekki af að taka sig á þar.
Var annars á skemmtilegri leiksýningu í dag. Leikfélag bæjarfélagsins setti á svið Allt í plati. Það var mjög skemmtilegt og mikið fjör.
Annars er bara loksins komið vor og lóurnar syngja. Það er æðislegt. Setti hér mynd af atvinnutækinu til gamans.
Athugasemdir
Sæll frændi og þakka þér fyrir hlýjar kveðjur.
Halldór Þórðarson/dóritaxi, 10.5.2008 kl. 00:23
Kveðja frá ísafirði gamli félagi. Ég er þessa dagana að vinna á Patreksfirði ætli maður kíki ekki á Huga í sumar.
Skafti Elíasson, 11.5.2008 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.