Úrelt auðlind?

Það er með ólíkindum að hugsa til þess að Árni Finnsson hafi latt menn til þess að leita að olíu við Ísland. ,,Olían er að úreltast sem orkugjafi" sagði hann og taldi að þótt menn finndu hér olíu þá ættu menn ekkert að vera að nýta hana og enn síður að vinna hana hér. Þetta kom fram í viðtali við hann í Speglinum á Rúv fyrir nokkru síðan. Þeir sem stóðu að viðtalinu hegðuðu sér að auki eins og klappstýrur sem hvöttu hann áfram.

Þetta er auðvitað í stíl við það að nýta heldur ekki aðrar auðlindir landsins - ekki virkja árnar - ekki gera neitt.

Við sjáum það svart á hvítu að við verðum að nýta auðlindir okkar. Við verðum að auka útflutninginn og bæta vöruskiptajöfnuðinn. Það gerum við aðeins með aukinni framleiðslu þess sem hagkvæmt er að framleiða hér á landi. Ekki með óhagkvæmri framleiðslu.

Og ef við finnum gull - hvort sem það er svart gull eða glært (í formi virkjunarvatns eða drykkjarvatns) þá förum við varla að vera svo vitlaus að vita bara af því hérna hjá okkur.

Eða hvað?


mbl.is Gríðarlegur hagnaður hjá StatoilHydro
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Hann er nú svo sérstakur, blessaður maðurinn.

Hefðu skoðanir hans verið rauði þráðurinn í gegnum Mannkynsöguna, værum við ekki enn farin að ,,beisla" hesta, því þeir gefa frá sér ,,Gróðurhúsalofttegundir" og því gætu þeir haft í för með sér óafturkræfar breytingar á loftslagi.

Svo eru þessir blessaðir ofur verndasinnar þeir sem bæði vilja góða vegi, svo að orkusparnaður geti orðið EN bara ekki taka efni í vegina úr námum í fjallshlíðum.

Hvernig ætli þessum mönnum líði þegar Hekla er að breyta sína næsta nágrenni, með hraun-yfirlagningu? og þannig óafturkræfar breytingar?

Hvert þarf að fara með Heklugos í Umhverfismat?

Hver eru viðurlög við brotum á reglum um Umhverfismat?

Hvernig ber að framfylgja því?

Hvernig stoppar maður Eldgos?

Hver passar uppá óafturkræfar breytingar á botni sjóvar?  Hvers vegna heyrist ekkert í Náttúruverndarsinnum um botnlífið?

Fleiri spurnignar vakna en læt þetta nægja í bili.

Kveðjur

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 13.5.2008 kl. 09:11

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

Það er gott að geta lifað á styrkjum, bæði opinberum og öðrum til að vinna að málefnum sem eru mani hugfangin og ekki þurft að hafa áhyggjur af hlutum eins og nægri atvinnu og öðru slíku.

Fannar frá Rifi, 13.5.2008 kl. 12:04

3 Smámynd: Snorri Hansson

Nýtum auðlindir okkar. Það er lykillinn að bjartari framtíð.

Snorri Hansson, 13.5.2008 kl. 12:18

4 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Ég man að fyrir nokkrum árum síðan, það var þegar vélsnjósleðaeign var í algleymingi, að kerling nokkur (Það var ekki Kolbrún Halldórsdóttir, merkilegt nokk) vildi banna snjósleðaferðir um óbyggðirnar.  Ástæðan var einfaldlega sú að það kæmi svo mikið rót á snjóinn og sleðaför í nýfallna mjöllina að það væri ekki eins fallegt að virða fyrir sér landslagið, ef maður skyldi fara uppá fjöll á þeim árstíma. 

Svo var önnur kerling sem vildi banna fjallagrasatýnslu á hálendinu.  Ástæðan var sú að það yrði svo mikill sjónasviptir að sjá ekki lengur breiðurnar af fjallagrösum, ef maður skyldi fara upp á hálendið til að virða fyrir sér útsýnið. (Þetta var heldur ekki Kolbrún Halldórsdóttir merkilegt nokk!)  Hún minntist að vísu ekkert á berjatínslu.  Kannski var hún sjálf í krækiberja- og bláberjatínslu þegar hún saknaði fjallagrasanna.

Kveðja, Björn bóndi.

Sigurbjörn Friðriksson, 13.5.2008 kl. 13:08

5 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Svo skulum við kjósa Árna Finnsson næsta forsteta vorn.

Fyrst við gátum kosið Ólaf Ragnar með sína köflóttu fortíð, þá gerum við kosið Árna Finsson.

Það væri nú eins og annað.

Kveðja, Björn bóndi.

Sigurbjörn Friðriksson, 13.5.2008 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband