Hræðilegt

Til hvers er verið að kjósa? Finnst fólki þetta vera til fyrirmyndar?

Komist Mugabe upp með þetta þá er hann einmitt til fyrirmyndar fyrir þjóðhöfðingja í vanþróuðum lýðræðisríkjum (þ.e. þar sem lýðræðið er skammt á veg komið). Svo situr hann í vellystingum á meðan þjóðin sveltur og það eina sem verður gert er að senda mat, svo fólkið hangi á horriminni og Mugabe hafi áfram þjóð til að ráða yfir.

Byltingar eru eyðileggjandi afl og sóa lífum og kröftum fólks. Í lýðræðisríkjum þarf ekki byltingar, aðeins kjördaga. Lýðræðið á að vera til þess að geta skipt um ónýta ráðamenn án þess að skjóta þá... Mugabe er búinn að kasta þeim möguleika á glæ.

Það endar samt með því að það verður skipt um forseta.

Sorglegt.


mbl.is Mugabe lýstur sigurvegari kosninganna í Zimbabwe
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband