Krónan nær sér

Það er í raun jafn öruggt að krónan styrkist aftur eins og það var öruggt að hún gæti ekki haldist eins ofursterk fyrir rúmu ári síðan. Hins vegar er bara spurning hvort stjórnmálamenn tapi sér í æðibunugangi og sýndarmennsku á meðan á þessu ölduróti stendur.

Það er hins vegar sárt að hugsa til þess að við gætum verið að veiða (að mínu mati) 40 þúsund tonnum meira af þorski, sem myndu hjálpa mikið til við að ná jafnvægi í vöruskiptajöfnuðinum og þar með skjóta styrkari stoðum undir krónuna, fyrr en ella.

Margir benda á að við værum ekki í þessum vandræðum með gjaldmiðilinn nú ef við værum búin að taka upp evru og telja að það hljóti að vera nauðsynlegt til að fyrirbyggja slíkar sveiflur í framtíðinni. Það má vel vera að satt sé. Burt séð frá því að við höfum ekki hugmynd um gengi evrunnar eftir 10 ár þá vil ég benda á að um stóran misskilning er að ræða hjá talsmönnum evru. Annað hvort meðvitað eða ómeðvitað. Sveiflur í gengi krónunnar er ekki vandamálið sjálft heldur á vissan hátt aðeins einkenni vandamálsins. Ef við værum með evruna myndi vandamálið lýsa sér í sveiflum á atvinnustigi og launum og þá erum við ekkert að tala um 4% atvinnuleysi (sem þótti mikið á árunum 91-94) heldur sennilega um 10 % líkt og í Þýskalandi og fleiri Evrópusambandslöndum.

Davíð er hressandi eins og fyrri daginn. ,,Það eru lýðskrumarar af versta tagi sem þannig haga sér og maður hlýtur að hafa á þeim mikla skömm og mikla fyrirlitningu"

Þetta er auðvitað óborganlegt. En rétt.


mbl.is Davíð segir að krónan muni ná sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband