30.9.2008 | 17:54
Þetta fer alltsaman einhvernvegin
Það styttir öll él upp um síðir. Vissulega fer um mann ónotahrollur í þessu fárviðri en það þjónar engum tilgangi að missa sig algerlega í þunglyndi og svartsýni. Það má nú einhver millivegur vera. Óhófleg bjartsýni fólks þegar dollarinn var í 60kr og evran í 80kr var mjög óskynsamleg og leiddi til þess að tekin var of mikil áhætta í lántökum. En óhófleg svartsýni núna er ekki síður óskynsamleg. Það hjálpar ekkert til að vera þungur á brún og með dómsdagsyfirlýsingar þótt efnahagsástandið í heiminum sé eins og það er. Ástandið mun lagast. Við höfum þó vonandi núna lært fyrir næsta góðæri, að vera varfærnari og jafnvel að leggja fyrir til mögru áranna. Þessi kreppa varir ekki að eilífu. Það kemur aftur góðæri - en það kemur líka önnur kreppa síðar. Á þessu verðum við að læra.
Óhófleg svartsýni er engum til gagns.
Svo ég vitni í Laxnes: ,,Þetta fer alltsaman einhvernvegin".
Sparifé nýtur lögbundinna trygginga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
En misvísandi eru fréttirnar... Stundum er sagt að tryggingin sé upp að hámarki 3 milljónir... og stundum talað um 3 milljónir að lágmarki...
Ef ég á 2,9 milljónir inni á reikningi, er ég þá tryggður?
Ef ég á 3,1 milljón inni á reikningi, er ég þá tryggður?
Ef ég á 100 milljónir inni á reikningi er ég þá tryggður?
Kveðja.
Leifur.
Leifur (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 06:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.