Góðar fréttir

Blogg kvöldsins er um góðar fréttir.Smile

1.,,Svo virðist sem fjárfestar séu að sannfærast um að björgunaraðgerðir bandarískra stjórnvalda verði að raunveruleika. " . Þetta eru góðar fréttir fyrir okkur öll, enda þótt ég finni til vissrar vorkunnar með bandarískum skattborgurum. Bandarísk stjórnvöld bera hins vegar mikla ábyrgð, hvað varðar ,,undirmálslánin" sem komu þessum bolta af stað. Þetta er aftur á móti góð frétt a.m.k. fyrir alla aðra en skattborgara í USA. M.a. okkur.

2. (Þetta ætti eiginlega að vera frétt nr. 1) Í víðfrægum og virtum sjónvarpsþætti í Þýskalandi, hjá Johannes B. Kerner, voru tveir efnahags og fjármálaráðgjafar að ræða um þessa peningakreppu sem ríður húsum. Þeir voru sammála um að í ólgusjó fjármálanna væri nú skynsamlegast að fjárfesta í ,,Kaupthing - Island" . Þetta er frábær frétt og ætti að kæta okkur öll sem vorum orðin uggandi.

3. Á morgun eru réttir og ég er að fara á fjöll að smala. Það eitt út af fyrir sig er mjög góð frétt og gleðileg en svo bætist annað við. Það á að vera miklu betra veður á morgun heldur en var í dag.

Lífið er gott.Smile


mbl.is Fjárfestar vongóðir um björgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Kaupþing er drasl og svikamilla, svo gleymdu þessu !

Níels A. Ársælsson., 26.9.2008 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband