Æi

Ég verð að segja að þetta eru vonbrigði, ef satt er. Ekki endilega af því ég haldi sérstaklega upp á Palin - þótt mér finnist hún vissulega lífga upp á kosningarnar - heldur af því talið var að hún hefði einna hreinasta mannorðið af líklegum frambjóðendum.

Enn minnkar tiltrú mín á stjórnmálamönnum. Eru þetta allt vitleysingar? Er það virkilega svona satt sem stendur í bókum Hannesar Hómsteins að sennilega séu þeir sem sækjast eftir völdum í pólitík einmitt þeir sem við eigum að varast? Þeir sem vilji völdin - eigi ekki að fá þau?

Það er sorglegt.

En mikið má þetta lið vera vitlaust. Það ætlar sér frama. Veit vel að pressan og andstæðingarnir reyna að grafa upp hvaða óhreinindi sem þeir geta. Og samt er tekinn sénsinn á því að hygla sjálfum sér á kostnað skattgreiðenda.

Ég myndi ekki gera þetta. Ekki endilega af því ég sé eitthvað heiðarlegri en aðrir - ég myndi bara aldrei þora þessu.

Kannski er ég bara skræfaFrown.


mbl.is Palin breytti reikningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Má vera að hún sé af íslenskum ættum? Siðferðiskenndin er svona eins og hjá einum miðlungs bankasnillingi.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.10.2008 kl. 14:04

2 Smámynd: Hróðvar Sören

Hver taldi hana hafa hreinasta mannorðið? Verið klúður frá fyrsta degi, fyrir utan viðtalsveikina og heimskuna er þetta ekki það fyrsta vafasama sem kemur upp um hana. Rak Public Safety Commissioner ranglega en slapp við lögin í það skipti. Þó að skýrsla sem gerð var um málið dæmi aðgerðir hennar siðlausar, heldur hún því sjálf fram að skýrslan segi að hún hafi ekki gert neitt siðlaust (kannski ekki nennt að lesa hana). Maðurinn hennar var fram til 2006 skráður meðlimur í Alaskan Independence Party sem hefur mottó eins og "Alaskan first and Americans second", skoðað möguleikann á að sameinasta Canada o.fl. skemmtilegt. Að hún hafi verið valin er brandari, átti líklega að vera eitthvað stórt gamble í örvæntingu en er í raun uppgjöf.

Hróðvar Sören, 22.10.2008 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband